Fréttir

Vinna gegn einelti í Vinnuskóla Fjallabyggðar

Í Vinnuskóla Fjallabyggðar er unnið gegn einelti og markvisst brugðist við ef upp kemur grunur um einelti. Flokkstjórar og yfirmaður Vinnuskóla eru lykilmenn í vinnunni.
Lesa meira

Frjó menningarhelgi fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 3. - 5. júlí 2020

Frjó menningarhelgi fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 3. - 5. júlí 2020. Þar koma saman 11 listamenn sem bjóða uppá tónlist, myndlist og spjall. Menningarhelgi sem þessi skapar töfrandi flæði á milli listamannana og gefur gestum innsýn í spunakennt sköpunarferli. Viðburðirnir verða allir á heimilislegu nótunum og fjöldi gesta takmarkaður. Eru því allir beðnir um að sýna skilning, spritta á sér hendur og koma ekki ef um einhvern slappleika er að ræða. Tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn.
Lesa meira

Svæðisskipulag Eyjafjarðar

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur þann 31. mars 2020 samþykkt tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku. Breytt stefna Svæðisskipulags Eyjafjarðar 2012-2024 um flutningslínur raforku er árétting þeirrar stefnu, sem sett var fram í svæðisskipulaginu á sínum tíma en nokkuð ítarlegri. Breytingin á við Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3.
Lesa meira

Kjörfundur vegna forsetakjörs 2020

Við kjör til forseta Íslands, er fram fer laugardaginn 27. júní 2020, er skipting í kjördeildir í sveitarfélaginu Fjallabyggð sem hér segir:
Lesa meira

Kjörskrá í Fjallabyggð 2020

Kjörskrá í Fjallabyggð vegna forsetakosninganna þann 27. júní 2020 liggur nú frammi til sýnis í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, frá kl. 9:30-15:00 og mun liggja frammi alla virka daga fram til 27. júní. Kjósendum er einnig bent á vefinn www.kosning.is en þar má finna hvar kjósendur eru á kjörskrá. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til bæjarráðs Fjallabyggðar.
Lesa meira

Fögnum 17. júní heima

Eins og fram hefur komið hefur hátíðarhöldum vegna 17. júní verið aflýst í Fjallabyggð vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Því fögum við deginum á óvenjulegan og öðruvísi máta, ekki með hefðbundinni sameiginlegri bæjarhátíð.
Lesa meira

Gjöf til ferðalaga innanlands

Skilaboð frá Ferðamálastofu vegna Ferðagjafar til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Búið er að opna fyrir skráningu fyrirtækja vegna Ferðagjafar á https://ferdagjof.island.is/
Lesa meira

188. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 16. júní kl. 17:00

188. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 16. júní 2020 og hefst kl. 17:00
Lesa meira

Garðsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í Fjallabyggð

Garðsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í Fjallabyggð. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykk að bjóða upp á garðslátt á vegum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar fyrir örorku- og ellilífeyrisþega með lögheimili í bæjarfélaginu. Gjald fyrir hvern slátt er 7.600, kr- á lóð undir 150m2 og 12.800, kr- á lóð yfir 150m2
Lesa meira

Tímabundin 50% staða íþróttakennara laus fyrir næsta skólaár

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir 50% stöðu íþróttakennara á yngra stigi í starfsstöð skólans á Siglufirði. Ráðningin er tímabundin til eins árs vegna forfalla.
Lesa meira