Sundlaugin í Ólafsfirði.
Mynd: Magnús A. Sveinsson
Vegna hertra sóttvarnaraðgerða yfirvalda verða fjöldatakmarkanir í sundlaugar Fjallabyggðar settar á sem miða að því að gera gestum kleift að virða 2 metra fjarlægð í búnings- og sturtuklefum. Fjöldatakmarkanir verða með þeim hætti að aldrei verður fleiri en 20 einstaklingum 16 ára og eldri heimilt að vera í klefum á sama tíma . Fjöldatakmarkanir gilda ekki um börn yngri en 16 ára. Sundlaugargestir skulu virða 2 metra fjarlægðarreglu í heitum pottum. Einungis börn yngri en 16 ára er heimilt að fara í rennibrautir í sundlauginni í Ólafsfirði.
Opnunartími verður eins og auglýst hefur verið í sundlaugum nema að lokað verður á milli kl. 12:30 – 14:00 alla daga vegna aukaþrifa og sótthreinsunar. Breyting á opnunartíma tekur gildi föstudaginn 31. júlí 2020 frá kl. 12:00 á hádegi.
Vinsamleg tilmæli til sundlaugargesta eru að dvelja ekki lengur í sundlaugunum en 1 - 1,5 klst. til að fleiri geti notið lauganna.
Líkamsræktir og íþróttasalir verða lokaðar tímabundið a.m.k. í viku á meðan í ljós kemur hvernig útbreiðsla Covid-19 þróast. Lokunin tekur gildi föstudaginn 31. júlí 2020 kl. 12:00.
Gufubað og kalda karið verður lokað tímabundið.
Við biðjum alla þá sem finna fyrir einkennum flensu eða hafa verið í samskiptum við smitaða einstaklinga að vinsamlegast mæta ekki í Íþróttamiðstöðina. Verum skynsöm og sýnum varkárni og samábyrgð.