Fréttir

184. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar í fjarfundi Teams 15. apríl 2020 kl. 17:00

Með vísan til ákvörðunar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar verður 184. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar streymt beint á Microsoft Teams. Fundurinn hefst kl. 17:00 miðvikudaginn 15. apríl og gefst íbúum og öðrum áhugasömum kostur á að fylgjast með fundinum beint á netinu.
Lesa meira

Sorphreinsun - áríðandi að fólk moki frá tunnum og gæti þess að tunnur séu ekki yfirfullar

Vakin er athygli á því að gráa tunnan verður losuð laugardaginn 11. apríl í Ólafsfirði. Mikilvægt er að íbúar moki frá tunnum til að auðvelda starfsmönnum Íslenska Gámafélagsins losun. Íslenska gámafélagið vill sömuleiðis ítreka að tunnur sem eru yfirfullar verða EKKI losaðar. Það er á ábyrgð íbúa að koma umfram sorpi á gámaplan en samkvæmt þeim tilmælum sem unnið er eftir þá eiga starfsmenn ÍG að forðast snertingu við allt sorp. Á Siglufirði var lokið við að tæma gráu tunnuna í dag, miðvikudaginn 8. apríl.
Lesa meira

184. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í fjarfundi 15. apríl 2020 kl. 17.00

184. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í fjarfundi 15. apríl 2020 kl. 17.00 [Meira]
Lesa meira

Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Skálarhlíðar

Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Skálarhlíðar vegna sýkingarhættu af völdum Kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi Stjórnendur Skálarhlíðar hafa tekið ákvörðun að loka húsnæði Skálarhlíðar fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 5. apríl 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert í samráði og með fullu samþykki allra íbúa Skálarhlíðar. Með þessari ráðstöfun er verið að fylgja eindregnum tilmælum þessara aðila sem eru í framvarðasveit Almannavarna Íslands.
Lesa meira

Yfirlýsing frá Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra mælist eindregið til þess að fólk ferðist ekki um páskana og virði í hvívetna samkomubann og fjarlægðarmörk hér eftir sem hingað til. [Meira]
Lesa meira

Pistill bæjarstjóra 3. apríl 2020

Nú við lok þriðju viku samkomubanns er manni margt í huga, fyrst og fremst er það þó þakklæti og auðmýkt gagnvart öllu því fólki um allt land sem stendur nú í framlínu bardagans við Covid-19. Öllu því fólki þakka ég mjög svo óeigingjarnt starf í okkar allra þágu. Að því sögðu þá hefur undanfarna daga verið að færast ákveðin ró og æðruleysi yfir samfélagið hér í Fjallabyggð, fólk virðist í raun vera að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum. [Miera]
Lesa meira

Yfirfullar tunnur EKKI losaðar. Tilkynning frá Íslenska gámafélaginu.

Íslenska gámafélagið vill ítreka við íbúa Fjallabyggðar að í ljósi þeirra vinnureglna sem unnið er eftir í dag verða tunnur sem eru yfirfullar þ.e. lokið farið að opnast eða pokar við hliðina á tunnum, EKKI losaðar. Það er á ábyrgð íbúa að koma umfram sorpi á gámaplan en samkvæmt þeim tilmælum sem unnið er eftir þá eiga starfsmenn okkar að forðast snertingu við allt sorp.
Lesa meira

Breytingar á innheimtu gjalda hjá Fjallabyggð vegna Covid-19 faraldurs

Á fundi bæjarráðs í morgun, 31. mars, var samþykkt heimild til frestunar eindaga fasteignagjalda lögaðila sem verða á gjalddaga 1. apríl, 1. maí, og 1. júní 2020 um allt að 6 mánuði vegna mögulegra áhrifa þeirrar farsóttar sem nú gengur yfir, enda verði óskað eftir því með tölvupósti á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is. Óskir um frestun eindaga skulu rökstuddar af umsækjanda og ákvörðun tekin á grundvelli þess rökstuðnings. Hafni starfsmenn umsókn er gjaldanda heimilt að skjóta ákvörðuninni til bæjarráðs.
Lesa meira

Vakin er athygli á reglum um umsóknir og innritun í Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar

Vakin er athygli á reglum um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar. Reglur um umsóknir og innritun eru nýjar fyrir grunnskólann en um er að ræða uppfærslu á eldri innritunarreglum Leikskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Heilræði á tímum kórónuveiru

Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði Opnast í nýjum glugga sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nú þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum tengdum kórónuveirunni er mikilvægt að huga vel að þessum þáttum. Heilræðin taka mið af þeim sérstöku aðstæðum sem nú ríkja í samfélaginu. [Meira]
Lesa meira