Fréttir

Vikufréttir úr skólastarfinu föstudaginn 27. mars 2020

Vikufréttir úr skólastarfi, tónlistar-, grunn- og leikskóla dagana 23. - 27. mars
Lesa meira

Heimasíðan Námsfjallið komin í gang!

Grunnskóli Fjallabyggðar bendir foreldrum og forráðamönnum barna á að heimasíðan og gagnabankinn Námsfjallið er kominn í loftið. Heimasíðan er ætluð öllum nemendum í grunnskólum.
Lesa meira

Móttaka rafrænna reikninga í gengum RSM

Fjallabyggð vill ítreka að þeir sem ekki eru að taka á móti reikningum gegnum RSM kerfi að þeim gefst kostur á að fá greiðsluseðla senda með tölvupósti. Eru því einstaklingar og fyrirtæki eindregið hvött til að láta okkur vita ef þeir óska eftir því að fá greiðsluseðil sendan í tölvupósti með því að senda tölvupóst á innheimta@fjallabyggd.is eða hafa samband við Ráðhús Fjallabyggðar í síma 460-9100.
Lesa meira

Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar lokar vegna samkomubanns

Samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna samkomubanns skal loka öllum söfnum á tímabilinu 24. mars - 12. apríl. Þetta þýðir að Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar lokar frá og með morgundeginum á meðan á samkomubanni stendur.
Lesa meira

Hornbrekka kallar eftir Bakvörðum til starfa

Bakvarðasveit Hornbrekku. Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka í Ólafsfirði leitar að einstaklingum sem gætu aðstoðað við umönnunar-, eldhús- og ræstingastörf. Einstaklingar sem hafa unnið á Hornbrekku, eða hafa heilbrigðis- / umönnunarreynslu og þeim sem eru hraustir og geta unnið hlutastörf tímabundið.
Lesa meira

Síldarminjasafninu lokað tímabundið vegna kórónaveirunnar

Í ljósi aukinnar útbreiðslu kórónaveirunnar síðastliðna viku og hertari reglum um samkomubann verður sýningum Síldarminjasafnsins lokað fyrir gestum frá og með mánudeginum 23. mars og á meðan samkomubann er í gildi. Því verður engin reglubundin opnun á safninu um páska. [Meira]
Lesa meira

Sundlaugum Fjallabyggðar lokað vegna Covid-19

Hertar takmarkanir á samkomum – mörkin sett við 20 manns. Ákveðið að loka sundlaugum Fjallabyggðar á meðan á samkomubanni stendur. Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar og þar með talið sundlaugar verða því lokaðar frá og með 23. mars. 2020 [Meira]
Lesa meira

Lokun líkamsrækta og íþróttasala Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, gaf í gær út leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka takmörkun á samkomum og skólastarfi í tengslum við íþrótta- og æskulýðsstarf. Mælst er til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu þar til takmörkun skólastarfs lýkur. [Meira]
Lesa meira

Vikufrétt úr starfi tónlistarskólans

Starfið í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga hefur gengið vel þessa viku þrátt fyrir miklar breytingar og skerðingu á kennslu. [Meira]
Lesa meira

Upplýsingapóstur frá bæjarstjóra

Nú líður að lokum fyrstu vikunnar frá því að takmarkanir stjórnvalda á samkomuhaldi og mannsöfnun til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi. Þjónusta stofnana bæjarfélagsins hefur breyst, verið skert að einhverju leyti eða takmörkuð. Engu að síður höfum við náð að halda uppi þjónustustiginu, að því marki sem aðstæður hafa gert mögulegt. [Meira]
Lesa meira