Fréttir

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði yfir hvítasunnuhelgina

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hefst að nýju í lok maí eftir óhjákvæmilegar lokanir í mars og apríl. Opnað verður inn á sýningar og viðburði í takti við þær takmarkanir um mannamót sem fyrir liggja hverju sinni og gestir beðnir um að sýna tillit með fjarlægðir, handspritt og að snerta ekki neitt innandyra. Einnig að koma ekki á viðburði með einkenni af covid 19.
Lesa meira

Sumarnámskeið barna í Fjallabyggð 2020

Rafrænt yfirlit yfir sumarnámskeið og frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2020 er nú aðgengilegt á vef Fjallabyggðar.
Lesa meira

186. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

186. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði, 27. maí 2020 og hefst kl. 17:00
Lesa meira

Umhverfisátak 2020

Fyrirhuguð er tiltekt á fjórum svæðum í Fjallabyggð með það að markmiði að fegra og bæta umhverfið. Svæðin sem um ræðir eru: Vesturtangi á Siglufirði Svæði vestan við Óskarsbryggju á Siglufirði Lóð númer 4 við Námuveg í Ólafsfirði Gámasvæði við smábátahöfn í Ólafsfirði Á myndunum má sjá nánir skilgreiningu á svæðunum sem um ræðir.
Lesa meira

Byggðakvóti 2019/2020 (IV)

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa skv. ákvæðum reglugerðar nr. 676/2019 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020. Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 463/2020 í Stjórnartíðindum.
Lesa meira

Hreysti í Hreyfiviku í Fjallabyggð 25. - 31. maí

Nú styttist heldur betur í stuðið, vorboðann ljúfa. Hreyfivika UMFÍ hefst 25. maí næstkomandi og stendur hún til 31. maí. Boðberar hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ eru byrjaðir að undirbúa allskonar viðburði og leiki um allt land og má því búast við gríðarlegu sprikli í vikunni.
Lesa meira

Samfés - Ronja Helgadóttir keppir fyrir hönd Neons

Söngkeppni Samfés 2020 hefst á föstudaginn kl.17:00 en þá verða öll atriðin aðgengileg á ungruv.is. Félagsmiðstöðin Neon á fulltrúa í keppninni en það er Ronja Helgadóttir sem keppir fyrir hönd Neons og flytur lagið Russian Roulette með Rihanna.
Lesa meira

Sundlaugar Fjallabyggðar opnar á ný

Sundlaugar Fjallabyggðar hafa verið opnaðar á ný. Opnun lauganna er þó háð þeim takmörkunum að aðeins mega 50 manns vera á laugarsvæði hverrar laugar hverju sinni. Gestir eru benir að virða tveggja metra relguna í afgreiðslu og í búningsklefum og velja skápa og snaga eftir því. Engar hárþurrkur verða í boði á meðan þetta ástand varir.
Lesa meira

185. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

185. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 20. maí 2020 kl. 17.00
Lesa meira

Námskeið í skapandi skrifum fyrir miðstig

Dagana 18. og 19. maí stendur nemendum á miðstigi til boða að læra skapandi skrif hjá Þorgrími Þráinssyni rithöfundi. Kennslan fer fram milli kl. 9:20-11:20 í sal Sigló Hótels. Námskeiðið er í boði Róberts Guðfinnssonar og eiga nemendur val um það hvort þeir sækja námskeiðið eða taka þátt í hefðbundnu skólastarfi.
Lesa meira