Mánudaginn 25. maí n.k. hefst hreyfivika UMFÍ Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur.
Við erum byrjuð að hita upp
Á síðasta ári tóku fyrirtæki landsins í fyrsta sinn þátt í Hreyfiviku UMFÍ. Þetta var mjög skemmtilegt nýbreytni. Boðberar hreyfingar innan fyrirtækja er starfsmaður þess, sem hvetur aðra til að hreyfa sig, skapar svigrúm fyrir fólk til að velja hreyfingu og kemur með hugmyndir að skemmtilegri hreyfingu fyrir aðra. Á síðasta ári kættu boðberar hreyfingar innan fyrirtækja samstarfsfólk sitt með því að brjóta vinnudaginn upp og hreyfa sig með öðrum. Ef um stór fyrirtæki er að ræða getur hreyfingin haft mikil og góð áhrif á vellíðan og starfsanda.
Á síðasta ári tóku 20.000 manns þátt í Hreyfiviku UMFÍ. Þar af starfsfólk Lyfju og Orku náttúrunnar. Fjallað var um fyrirtækin í fréttum á vef www.umfi.is, á Facebook og Instagram. Fréttirnar voru jafnframt sendar fjölmiðlum. Við blásum líka til skemmtilegs myndaleiks þar sem
nöfn fyrirtækja sem taka þátt koma fram. Við notum myllumerkið #mínhreyfing.
Komdu öðrum á hreyfingu
Við gerum allt til að hjálpa boðberum hreyfingar. Við höfum búið til léttan og skemmtilegan leik svo allir geta verið með. Þess vegna bjuggum við til Hreystileik fyrir boðberana. Á meðal æfinga í leiknum eru hnébeygjur við ljósritunarvélina, armbeygjur við kaffivélina og margar fleiri. Við erum með hugmyndina en þið útfærið hreyfinguna. Bingó!
Nú er bara að skella sér með í leikinn og rífa upp góða skapið. Verum saman í þessu og drífðu aðra með!
Þú getur skráð þig á hreyfivika.is. Þegar þú ert búinn að því getum við sent ykkur Kristal til að fríska upp á ykkur. Þetta verður gaman enda sést hverjir drekka Kristal, en Ölgerðin er bakhjarl Hreyfiviku UMFÍ.
Íbúar eru hvattir til að hengja myndirnar 10 upp og gera æfingar reglulega yfir daginn. Hreysti í Hreyfiviku (til útprentunar)
Heilsueflandi samfélag hvetur íbúa og fyrirtæki til að taka þátt í Hreyfivikunni.