23.03.2020
Í ljósi aukinnar útbreiðslu kórónaveirunnar síðastliðna viku og hertari reglum um samkomubann verður sýningum Síldarminjasafnsins lokað fyrir gestum frá og með mánudeginum 23. mars og á meðan samkomubann er í gildi. Því verður engin reglubundin opnun á safninu um páska. [Meira]
Lesa meira
22.03.2020
Hertar takmarkanir á samkomum – mörkin sett við 20 manns. Ákveðið að loka sundlaugum Fjallabyggðar á meðan á samkomubanni stendur. Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar og þar með talið sundlaugar verða því lokaðar frá og með 23. mars. 2020 [Meira]
Lesa meira
21.03.2020
Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, gaf í gær út leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka takmörkun á samkomum og skólastarfi í tengslum við íþrótta- og æskulýðsstarf. Mælst er til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu þar til takmörkun skólastarfs lýkur. [Meira]
Lesa meira
20.03.2020
Starfið í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga hefur gengið vel þessa viku þrátt fyrir miklar breytingar og skerðingu á kennslu. [Meira]
Lesa meira
20.03.2020
Nú líður að lokum fyrstu vikunnar frá því að takmarkanir stjórnvalda á samkomuhaldi og mannsöfnun til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi. Þjónusta stofnana bæjarfélagsins hefur breyst, verið skert að einhverju leyti eða takmörkuð. Engu að síður höfum við náð að halda uppi þjónustustiginu, að því marki sem aðstæður hafa gert mögulegt. [Meira]
Lesa meira
20.03.2020
Tímabundin truflun er á kaldavatnsrennsli á Siglufirði.
Unnið er að viðgerð.
Tæknideildin.
Lesa meira
20.03.2020
183. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í fjarfundi 23. mars 2020 kl. 12.00
Lesa meira
18.03.2020
Sem kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19).
Fjallabyggð hefur gefið út viðbragðsáætlun sem er að finna á heimasíðunni undir útgefið efni. Þessi viðbragðsáætlun á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum bæjarfélagsins til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. [Meira]
Lesa meira
18.03.2020
Athugið að tímibundinn breyting verður á opnunartíma Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar frá 16. - 23. mars nk.
Vegna aðstæðna í samfélaginu er nauðsynlegt að taka alþrif á líkamsrækt og helstu smitflötum íþróttamiðstöðva alla virka daga milli 13.00-15:00.
Lesa meira
18.03.2020
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar hááhættusvæðin vegna COVID-19.
Frá og með fimmtudeginum 19. mars 2020 er öllum Íslendingum sem koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits hvaðan þeir eru að koma. [meira]
Lesa meira