Fréttir

Hans Klaufi í Tjarnarborg 30. janúar - Leikhópurinn Lotta

Hans Klaufi í Tjarnarborg 30. janúar - Leikhópurinn Lotta Leikhópurinn Lotta er að koma í heimsókn til okkar í Fjallabyggð og ætlar að sýna Hans Klaufa í Tjarnarborg í Ólafsfirði fimmtudaginn 30. janúar kl. 17:30. Það er því um að gera að taka alla fjölskylduna með á hágæða fjölskyldusöngleik hlaðinn húmor og gleði fyrir allan aldur.
Lesa meira

Ný umferðarlög hafa tekið gildi

Ný umferðarlög tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Lögin hafa í för með sér ýmsar breytingar sem er mikilvægt að vegfarendur í Fjallabyggð og annars staðar hafi í huga. Samgöngustofa hefur tekið saman helstu nýmæli laganna á aðgengilegan hátt, sem íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að kynna sér.
Lesa meira

Kynning á skipulagstillögu svæðisskipulags Eyjafjarðar

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 og umhverfisskýrslu. Sveitarstjórnir allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að skipulagstillögunni hafa samþykkt hana til auglýsingar, en sveitarfélögin eru þessi: Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.
Lesa meira

17 nemendur, einn fokkaði upp - útskriftarnemar við LHÍ halda sýningu í Segli 67

Síðastliðnar tvær vikur hafa útskriftarnemendur við myndlistardeild Listaháskóla Íslands dvalið á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði. Nemendurnir hafa starfað undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Sindra Leifssonar ásamt því að hafa kynnst heimamönnum og menningarstarfsemi í Siglufirði og Eyjafirði. Öll eruð þið hjartanlega velkomin á samsýningu þeirra 17 nemendur, einn fokkaði upp í Segli 67 (Vetrarbraut 8-10, 580 Siglufjörður), þar sem sýndur verður afrakstur síðustu vikna.
Lesa meira

180. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 180. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnaborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 22. janúar 2020 kl. 17.00
Lesa meira

Útnefning bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending menningarstyrkja 6. febrúar nk.

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2020, Elías Þorvaldsson, verður útnefndur við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 6. febrúar nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2020. Allir hjartanlega velkomnir. Markaðs– og menningarnefnd.
Lesa meira

Akureyrarstofa; Súpufundur ferðaþjónustunnar á Greifanum 21. janúar 2020

Fyrsti súpufundur ferðaþjónustunnar á nýju ári verður haldinn, þriðjudaginn 21. janúar kl. 11:30 - 13:00 Fundarstaður: Veitingastaðurinn Greifinn, Glerárgötu 20, 2. hæð. Boðið upp á matarmiklasúpu, salat, kaffi & súkkulaði á kr. 2000.- sem greiðist á staðnum. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok mánudagsins 20. janúar hér fyrir neðan.
Lesa meira

Lífshlaupið 2020 hefst 5. febrúar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2020 hefst 5. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lesa meira

Munið að moka frá sorptunn­um

Vegna mikils fannfergis undanfarið er þeim tilmælum beint til húseigenda í Fjallabyggð að moka frá sorptunnum hjá sér fyrir sorphirðudag svo hægt sé að hirða sorp frá heimilum. Ef aðgengi að sorptunn­um er slæmt og íbú­ar hafa ekki sinnt því að greiða götu starfs­fólks sorp­hirðunn­ar, verða tunnur ekki tæmdar. Samkvæmt sorphirðudagatali er verið er að tæma gráar tunnur á Siglufirði í dag 13. janúar og á morgun 14. janúar. Gráa tunnan verður svo tæmd í Ólafsfirði miðvikudaginn 15. janúar nk.
Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 13. desember 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið markast af heimkeyrslu að Hornbrekku til suðurs, Ólafsfjarðarvegi/Ægisgötu til vesturs, lóð Menntaskólans á Tröllaskaga og Grunnskóla Fjallabyggðar til norðurs og deiliskipulagi snjóflóðavarna Hornbrekku til austurs.
Lesa meira