Upplýsingar til íbúa, þjónustuþega og aðstandenda í Fjallabyggð vegna kórónaveiru COVID-19
Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þann 6. mars sl. vegna útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19. Í ljósi tilmæla sóttvarnarlæknis og landlæknis þess efnis að huga verði vel að viðkvæmum einstaklingum sem njóta heilbrigðis- og velferðarþjónustu sveitarfélaga hefur félagsþjónusta Fjallabyggðar gripið til eftirfarandi varúðarráðstafana á starfsstöðvum og í þjónustu við einstaklinga á heimilum sínum til að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19 og vernda þennan viðkvæma hóp.
Hjúkrunarheimilið Hornbrekka Ólafsfirði
Félagsþjónusta Fjallabyggðar tók ákvörðun um að loka Hornbrekku fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við sóttvarnarlækni og landlækni eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir.
Heilsa og velferð íbúanna þarf alltaf að vera í forgangi!
Nú er staðfest að smit vegna kórónaveirunnar hafa borist á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Þar sem íbúar Hornbrekku eru flestir aldraðir og eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af kórónaveirunni.
Leita þarf allra leiða til að draga úr þeirri hættu að íbúar heimilisins veikist af kórónaveirunni. Okkur þykir mjög leitt að þurfa að taka svo stóra ákvörðun en þetta er gert með velferð íbúanna okkar að leiðarljósi og biðjum við fólk að sýna þessari ákvörðun virðingu og skilning. Ljóst er að það getur reynst íbúa mjög erfitt að fá ekki heimsóknir frá ættingjum sínum og á sama hátt getur það reynst ættingjum íbúans mjög erfitt að heimsækja hann ekki. Það er samt nauðsynlegt að grípa til þessara ráðstafana til að koma í veg fyrir að íbúi veikist af veirunni og eins geta smit borist frá ættingjum eins íbúa til annars íbúa.
Jafnframt fellur niður félagsstarf fyrir einstaklinga utan úr bæ og er umferð allra annarra en nauðsynlegs starfsfólks á vakt takmörkuð inn á heimilið. Það á sem dæmi við um birgja með vörur, iðnaðarmenn og aðra sem þurfa að koma inn á heimilin og hafa verið gerðar sérstakar reglur um það.
Aðstandendum er bent á að hafa samband við Birnu Björnsdóttur hjúkrunarforstjóra í síma 466-4060 eða 663-5299
Mikilvægt er að einstaklingar kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu mála en þær geta breyst frá degi til dags.
Heimilið að Lindargötu 2 Siglufirði
Félagsþjónusta Fjallabyggðar tók ákvörðun um að loka heimilinu að Lindargötu 2 fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við sóttvarnarlækni og landlækni eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir.
Heilsa og velferð íbúanna þarf alltaf að vera í forgangi!
Nú er staðfest að smit vegna kórónaveirunnar hafa borist á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Þar sem íbúar heimilisins eru flestir aldraðir og eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af kórónaveirunni.
Leita þarf allra leiða til að draga úr þeirri hættu að íbúar heimilisins veikist af kórónaveirunni. Okkur þykir mjög leitt að þurfa að taka svo stóra ákvörðun en þetta er gert með velferð íbúanna okkar að leiðarljósi og biðjum við fólk að sýna þessari ákvörðun virðingu og skilning. Ljóst er að það getur reynst íbúa mjög erfitt að fá ekki heimsóknir frá ættingjum sínum og á sama hátt getur það reynst ættingjum íbúans mjög erfitt að heimsækja hann ekki. Það er samt nauðsynlegt að grípa til þessara ráðstafana til að koma í veg fyrir að íbúi veikist af veirunni og eins geta smit borist frá ættingjum eins íbúa til annars íbúa.
Jafnframt er umferð allra annarra en nauðsynlegs starfsfólks á vakt takmörkuð inn á heimilið. Það á sem dæmi við um birgja með vörur, iðnaðarmenn og aðra sem þurfa að koma inn á heimilin og hafa verið gerðar sérstakar reglur um það.
Aðstandendum er bent á að hafa samband við Bryndísi Hafþórsdóttur forstöðuþroskaþjálfa í síma 467-1217 eða 866-1976
Mikilvægt er að einstaklingar kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu mála en þær geta breyst frá degi til dags.
Iðjan – dagþjónusta fyrir fatlað fólk Siglufirði
Félagsþjónusta Fjallabyggðar tók ákvörðun um að loka Iðju – dagþjónustu fyrir fatlað fólk frá og með 11. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert í kjölfar tilmæla sóttvarnarlæknis og landlæknis eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þar sem þjónustuþegar eru aldraðir og eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma og eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af kórónaveirunni.
Þjónustuþegum er veitt einstaklingsþjónusta eftir þörfum.
Heilsa og velferð þjónustuþega þarf alltaf að vera í forgangi!
Þjónustuþegum eða aðstandendum þeirra er bent á að hafa samband við Ólínu Þórey Guðjónsdóttur deildarstjóra í síma 861-5833
Mikilvægt er að einstaklingar kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu mála en þær geta breyst frá degi til dags.
Dagdvöl og félagsstarf aldraðra á Siglufirði
Félagsþjónusta Fjallabyggðar tók ákvörðun um að leggja niður skipulagt félagsstarf aldraðra frá og með 11. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert í kjölfar tilmæla sóttvarnarlæknis og landlæknis eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þar sem þjónustuþegar eru aldraðir og eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma og eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af kórónaveirunni.
Á þetta við um starfsemi í íþróttahúsi, boccia og sundleikfimi. Myndasýningar, bingó, línudans, félagsvist, bridge og samverustund með sóknarpresti í Skálarhlíð.
Dagdvöl verður áfram starfrækt í Skálarhlíð og þjónustuþegum veitt einstaklingsþjónusta eftir þörfum.
Þjónustuþegum og aðstandendum er bent á að hafa samband við Helgu Hermannsdóttur í síma 467-1147 eða 898-1147.
Mikilvægt er að einstaklingar kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu mála en þær geta breyst frá degi til dags.
Félagsstarf aldraðra í Húsi eldri borgara í Ólafsfirði
Félagsþjónusta Fjallabyggðar tók ákvörðun um að leggja niður skipulagt félagsstarf aldraðra frá og með 11. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert í kjölfar tilmæla sóttvarnarlæknis og landlæknis eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þar sem þjónustuþegar eru aldraðir og eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma og eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af kórónaveirunni.
Á þetta við um starfsemi í íþróttahúsi, boccia og sundleikfimi. Hádegismat, handavinnu, spilavist, bingó og línudans í Húsi eldri borgara.
Þjónustuþegum er veitt einstaklingsþjónusta eftir þörfum.
Þjónustuþegum og aðstandendum er bent á að hafa samband við Gerði Ellertsdóttur í síma 864-4887.
Mikilvægt er að einstaklingar kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu mála en þær geta breyst frá degi til dags.
Heimaþjónusta og önnur stoðþjónusta
Félagsleg heimaþjónusta, heimsendur matur, þrif og liðveisla verður áfram veitt með óbreyttu fyrirkomulagi. Komi til veikinda starfsfólks í þrifum og liðveislu gæti þurft að forgangsraða þjónustu eða leggja hana niður tímabundið.
Þjónustuþegum og aðstandendum er bent á að hafa samband við Helga Helgadóttur eða Hjört Hjartarson í síma 464-9100
Mikilvægt er að einstaklingar kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu mála en þær geta breyst frá degi til dags.