Fréttir

Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á Hornbrekku í Ólafsfirði og á Heilsugæslunni á Siglufirði

Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á Hornbrekku í Ólafsfirði og á Heilsugæslunni á Siglufirði. Rauði Krossinn í Ólafsfirði og á Siglufirði hafa opnað fjöldahjálparstöðvar í Hornbrekku Ólafsfirði og á heilsugæslunni á Siglufirði. Opið hefur verið frá því fyrir hádegi á Hornbrekku og hafa þegar nokkrir leitað þangað. Opið verður frá kl. 14:00-18:00 á Heilsugæslunni á Siglufirði. Boðið er upp á kex, kökur og heita drykki og umfram allt hlýju og samveru á báðum stöðum.
Lesa meira

Tilkynning vegna skólahalds í Fjallabyggð á morgun fimmtudaginn 12. desember

Skólahald verður með eðlilegum hætti í leik- og grunnskóla Fjallabyggðar á morgun fimmtudaginn 12. desember að því gefnu að rafmagn verði í lagi. Eru foreldrar- og forráðamenn beðnir um að fylgjast vel með fréttum af fyrirhuguðu skólastarfi.
Lesa meira

Tilkynning vegna truflana á kaldavatnsrennsli á Siglufirði

Tímabundin truflun er á kaldavatnsrennsli á Siglufirði. Gert er ráð fyrir að rennslið komist í samt lag innan fárra klukkustunda.
Lesa meira

Tilkynning til íbúa Fjallabyggðar

Tilkynning frá Fjallabyggð vegna rafmagnsleysis. Rafmagnstruflun er í gangi í landskerfinu á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði í dag og unnið við að byggja upp kerfið. Enn er óljóst hvenær rafmagn kemst á aftur í Fjallabyggð. Heitt vatn er komið á öll hús í Fjallabyggð en bendum við íbúum á að fara sparleg með heita vatnið eins og kostur er.
Lesa meira

179. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

179. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 13. desember 2019 kl. 17.00
Lesa meira

Jólatónleikum TáT í Siglufjarðarkirkju í dag hefur verið frestað vegna veðurs

Jólatónleikar sem áttu að vera í dag í Siglufjarðarkirkju hefur verið frestað vegna veðurs.
Lesa meira

Skólahald í Leikskóla -, Tónlistarskóla - og Grunnskóla Fjallabyggðar fellur niður á morgun miðvikudag

Í ljósi spár um versnandi veður og aukna ofankomu hefur verið tekin ákvörðun um að skólahald leikskóla , grunnskóla og tónlistarskóla í Fjallabyggð falli niður á morgun miðvikudaginn 11. desember. Þá eru foreldrar hvattir til að ná í börn sín við fyrsta tækifæri í leikskólann í dag.
Lesa meira

Tilkynning til íbúa - í ljósi slæmrar veðurspár

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár næstu tvo daga eru íbúar hvattir til að huga að lausum munum eins og sorptunnum. Einnig vill tæknideild hvetja íbúa til að vera ekki á ferðinni meira en nauðsyn krefur. Ef spár um ofankomu ganga eftir má búast við ófærð í báðum bæjarkjörnum.
Lesa meira

Elías Þorvaldsson útnefndur Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2020

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt á fundi sínum fimmtudaginn 5. desember 2019 að útnefna Elías Þorvaldsson sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2020. Elías Þorvaldsson er Siglfirðingur fæddur 24. maí 1948, sonur hjónanna Þorvaldar Þorleifssonar og Líneyjar Elíasdóttur, yngstur þriggja systkina. Hann stundaði nám við Barnaskólann og Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og einnig Iðnskólann á Siglufirði.
Lesa meira

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir í Kompunni - Sýningaropnun 5. desember kl. 17:00

Á morgun fimmtudaginn 5. desember opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýninguna Seiðandi dans í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Opnunin hefst klukkan 17.00 og er opið til kl. 22.00 það kvöld. Á sama tíma er opið í anddyri Alþýðuhússins þar sem Aðalheiður er með ýmis smáverk til sölu sem ratað gætu í jólapakka.
Lesa meira