Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 13. desember 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið markast af heimkeyrslu að Hornbrekku til suðurs, Ólafsfjarðarvegi/Ægisgötu til vesturs, lóð Menntaskólans á Tröllaskaga og Grunnskóla Fjallabyggðar til norðurs og deiliskipulagi snjóflóðavarna Hornbrekku til austurs.

Deiliskipulagstillagan felur í sér að skilgreina byggingarreiti fyrir mannvirki sem tilheyra íþróttasvæðinu, staðsetningu gervigrasvallar og æfingavallar ásamt göngustígum og bílastæðum. Einnig er gert ráð fyrir lýsingu á svæðinu til að auka möguleika á notkun þess í skammdeginu.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 19. febrúar 2019 á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.

Skipulagsfulltrúi.

Skipulagsuppdráttur (pdf)

Greinargerð (pdf)