03.01.2020
Ákveðið hefur verið að fresta þrettándabrennu Kiwanisklúbbsins Skjaldar og flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Stráka sem halda átti mánudaginn 6. janúar kl. 18:00 á Siglufirði.
Þetta er gert vegna slæms veðurútlits um komandi helgi og mikillar ofankomuspár á mánudaginn en staðan verður endurmetin þá.
Fylgist með!
Lesa meira
02.01.2020
Vakin er athygli á því að næsti bæjarstjórnarfundur verður miðvikudaginn 22. janúar. Samkvæmt venjubundnum fundartíma bæjarstjórnar, sem er annar miðvikudagur í mánuði, hefði næsti fundur átt að vera í næstu viku, þann 8. janúar en ákveðið hefur verið að færa hann til 22. janúar.
Lesa meira
02.01.2020
Frá 1. janúar 2020 þurfa íbúar og rekstraraðilar í Fjallabyggð klippikort til að komast inn á gámasvæði sveitarfélagsins. Íbúar og rekstraraðilar geta sótt klippikortin á skrifstofum sveitarfélagsins Gránugötu 24 Siglufirði og Bókasafni Fjallabyggðar á Ólafsvegi 4 Ólafsfirði. Íbúar og sumarhúsaeigendur fá afhent eitt kort á ári sér að kostnaðarlausu en rekstraraðilar þurfa að greiða 29.900 krónur fyrir kortið.
Lesa meira
02.01.2020
Fjallabyggð vill vekja athygli íbúa á nafnasamkeppni, vegna stofnunar nýrra landshlutasamtaka á Norðurlandi eystra.
Lesa meira
30.12.2019
Fjallabyggð býður íbúum sínum að sækja sér fjölnota poka úr lífrænni bómull. Pokarnir munu liggja frammi á Bókasafni Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði eftir áramótin.
Lesa meira
30.12.2019
Fjallabyggð vill vekja athygli íbúa og fyrirtækja á frétt á heimasíðu RARIK en þar kemur fram að RARIK muni koma til móts við þá viðskiptavini sem urðu fyrir rafmagnsleysi í hinu fordæmalausa illviðri sem brast á 10. desember 2019.
Lesa meira
29.12.2019
Grétar Áki Bergsson var í gær, laugardaginn 28. desember valinn íþróttamaður Fjallabyggðar 2019.
Auk Grétars Áka var efnilegasta og besta íþróttafólkið í hverri grein verðlaunað.
Valið um íþróttamann Fjallabyggðar 2019 fór fram í Tjarnarborg, Ólafsfirði og eru það Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar sem standa saman að valinu.
Lesa meira
20.12.2019
Afhending klippikorta fyrir gámasvæði Fjallabyggðar hefst 2. janúar 2020. Hægt verður að nálgast klippikort á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði og í afgreiðslu Bókasafns Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Sala klippikorta mun þó einungis fara fram á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði.
Lesa meira
20.12.2019
Í óveðri liðinnar viku gegndu Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði og Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði lykilhlutverki í viðbragðsaðgerðum. Liðsmenn sveitanna stóðu vaktina dag og nótt. Þarna eru okkar sérfræðingar sem hafa kunnáttu til að takast á við erfiðar aðstæður og eru vel tækjum búnir.
Lesa meira
20.12.2019
Vakin er athygli á því að samkvæmt sorphirðudagatali á að losa brúnu tunnuna í dag í Ólafsfirði. Mikilvægt er að íbúar moki frá tunnum til að auðvelda starfsmönnun Íslenska Gámafélagsins losun.
Lesa meira