Fréttir

Elías Pétursson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Fjallabyggðar

Elías Pétursson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías hefur síðustu tæp sex ár, starfað sem sveitarstjóri Langanesbyggðar. Þar á undan var hann sjálfstætt starfandi ráðgjafi, meðal annars hjá Mosfellsbæ. Hann er fæddur á Þórshöfn 1965. Elías mun hefja störf hjá Fjallabyggð þann 9. mars næstkomandi.
Lesa meira

Orðsending vegna uppfærslu á fjárhagskerfi hjá Fjallabyggð

Vegna uppfærslu á fjárhagskerfi hjá Fjallabyggð verða reikningar vegna leikskólagjalda og húsaleigu fyrir mars mánuð sendir út eftir helgina. Beðist er velvirðingar á þessum töfum.
Lesa meira

Góðgerðarvika NEON

Nú líður að hinni árlegu ferð félagsmiðstöðvarinnar Neons á Samfestinginn og Söngkeppni Samfés sem haldin er í Laugardalshöll í Reykjavík helgina 20.-22. mars. Ferðin er nýtt til allskonar hópeflis fyrir unglingana. Farið hefur verið í bíó, skemmtigarð o.s.frv.
Lesa meira

Vegna rekstrartruflunar á dreifikerfi RARIK föstudaginn 21. febrúar sl.

Orðsending frá Orkusölunni til íbúa Fjallabyggðar: Kæru viðskiptavinir. Föstudaginn 21. febrúar sl. varð rekstrartruflun á dreifikerfi RARIK sem gerði það að verkum að Fjallabyggð varð að mestu rafmagnslaus í um fjórar klukkustundir. Við slíkar aðstæður gegnir Skeiðsfossvirkjun, sem er ein af virkjunum Orkusölunnar, mikilvægu hlutverki í afhendingu raforku inn á dreifikerfi RARIK. (Lesa meira...)
Lesa meira

Öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu í Ólafsfirði

Skíðafélag Ólafsfjarðar verður með öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á öskudag, 26. febrúar kl. 14:15-15:15. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni og þrautabraut verður í boði. Rúta fer frá Siglufirði (grunnskólanum) kl. 13:45 og frá Ólafsfirði (grunnskólanum) kl. 15:25. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Lesa meira

Íslensku safnaverðlaunin 2020 Óskað er eftir ábendingum

Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) auglýsa eftir ábendingum til ÍSLENSKU SAFNAVERÐLAUNANNA 2020. Íslensku safnaverðlaunin eru veitt annað hvert ár og er ætlað að vekja athygli á því sem vel er gert á íslenskum söfnum. Þeim er jafnframt ætlað að efla faglegan metnað og vera hvatning til að kynna menningu þjóðarinnar á framsækinn og áhugaverðan hátt. Að Safnaverðlaununum standa Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS). Verðlaunin eru veitt einu safni sem þykir hafa skarað fram úr og vera til eftirbreytni. Ekki er gerður greinarmunur á tegundum safna og koma því öll söfn á landinu til greina; minja- og byggðasöfn, listasöfn, náttúrugripasöfn og önnur sérsöfn. Safnaverðlaunin voru fyrst veitt árið 2000. Valnefnd skipuð fulltrúum félaganna og fulltrúa frá safninu sem síðast hlaut verðlaunin velur úr innsendum hugmyndum en óskað er eftir tillögum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum um safn eða einstök verkefni á starfssviðið safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar. Söfnum er jafnframt heimilt að senda inn kynningar á eigin verkefnum. Til greina koma sýningar, útgáfur og annað er snýr að þjónustu við safngesti jafnt sem verkefni er lúta að faglegu innra starfi svo sem rannsóknir og varðveisla. [meira...]
Lesa meira

Ný heimasíða Bókasafns Fjallabyggðar

Opnuð hefur verið ný og glæsileg heimasíða Bókasafns Fjallabyggðar. Markmið með nýju síðunni er að auðvelda aðgengi fólks að upplýsingum á einfaldan og þægilegan hátt. Á síðunni verða birtar fréttir úr starfinu og nú geta gestir síðunnar séð myndir af öllum nýjum bókum sem safnið kaupir hverju sinni. Vefurinn er uppsettur í vefumsjónarkerfinu MOYA frá STEFNU hugbúnaðarhús. Vefurinn er hannaður fyrir snjalltæki (Responsive web design) og er útlit stílað til fyrir þrjár gerðir af tækjum; snjallsíma, spjaldtölvu og venjulegar tölvur
Lesa meira

Upplestarkeppni í 7. bekk

Í gærkveldi þann 20. febrúar var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í skólahúsinu við Tjarnarstíg en það er 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á upplestri og vönduðum framburði. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember en þá hófst ræktunarhluti keppninnar, nemendur hafa verið að æfa sig síðan þá og lýkur með lokahátíð í hverju héraði í mars. 14 nemendur í 7. bekk tóku þátt í undankeppninni í gær og stóðu þau sig öll vel. Valdir voru þrír fulltrúar skólans til að taka þátt í lokakeppninni sem fer fram á Akureyri fimmtudaginn 5. mars nk. Þeir nemendur sem valdir voru eru (í stafrófsröð)
Lesa meira

Skráning hafin í Sumarbúðir ÍF 2020

Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra að Laugarvatni fara í ár fram dagana 19.-26. júní og svo 26. júní-3. júlí. Um er að ræða tvö vikunámskeið líkt og fyrri ár. Allar nánari upplýsingar má nálgast í kynningarblaði hér og er skráning hafin. Hér má svo nálgast umsóknareyðublað fyrir sumarbúðirnar. Eins bendum við á síðu Sumarbúðanna á Facebook.
Lesa meira

Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fjallabyggðar hefjast á ný 24. febrúar nk. á Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar býður upp á viðtalstíma með bæjarfulltrúum einu sinni í mánuði og er fyrsti viðtalstími á árinu þann 24. febrúar nk.
Lesa meira