Ný heimasíða Bókasafns Fjallabyggðar

Opnuð hefur verið ný og glæsileg heimasíða Bókasafns Fjallabyggðar. Markmið með nýju síðunni er að auðvelda aðgengi fólks að upplýsingum á einfaldan og þægilegan hátt. Á síðunni verða meðal annars birtar fréttir úr starfinu og nú geta gestir séð myndir af öllum nýjum bókum sem safnið kaupir hverju sinni. 

Vefurinn er uppsettur í vefumsjónarkerfinu MOYA frá STEFNU hugbúnaðarhús. Vefurinn er hannaður fyrir snjalltæki (Responsive web design) og er útlit stílað til fyrir þrjár gerðir af tækjum; snjallsíma, spjaldtölvu og venjulegar tölvur  

Slóðin á heimasíðu bókasafnsins er https://bokasafn.fjallabyggd.is/is/frettir/ny-heimasida-bokasafns-fjallabyggdar