Sumarnámskeið barna í Fjallabyggð 2020

Skemmtileg, glæsileg og fjölbreytt sumardagskrá verður í boði fyrir börn á öllum aldri í sumar hér í Fjallabyggð. 

Á vef Fjallabyggðar er hægt að nálgast, á aðgengilegan hátt, dagskrá sumarsins. Um er að ræða allt frá hefðbundnum fótbolta, reiðskóla, strandblak, sirkuslistir, leikjanámskeið, leiklist og matreiðslunámskeið svo eitthvað sé nefnt. 

Fjallabyggð vill vekja athygli á að börn sem eru í heimsókn eða á ferðalagi í Fjallabyggð eiga einnig kost á að taka þátt í mörgum þessara námskeiða. Gestir eru hvattir til að kynna sér það með því að hafa samband við forsvarsmenn námskeiða. Hægt er að taka þátt í námskeiðum að fullu eða kaupa staka daga.

Slóð á sumarnámskeið 2020

Þeir aðilar sem ráðgera að bjóða upp á afþreyingu eða aðra dagskrá fyrir börn og unglinga í sumar eru hvattir til að senda upplýsingar um það til Ríkeyjar á netfangið rikey@fjallabyggd.is eða rafrænt á vef Fjallabyggðar (Slóð á eyðublað).

Horft er til afþreyingar eða námskeiða á sviði menningar, lista, íþrótta o.s.frv.