Sundlaugin í Ólafsfirði
Mynd: Magnús A. Sveinsson
Opnunartími Íþróttamiðstöðva er áfram eins og auglýst hefur verið, frá kl. 06:30 – 12:30 og 14:00 – 19:00 alla virka daga og um helgar frá kl. 10:00 – 12:30 og 14:00 – 18:00. Aldrei er fleiri en 20 einstaklingum 16 ára og eldri heimilt að vera í klefum á sama tíma. Fjöldatakmarkanir gilda ekki um börn yngri en 16 ára. Sundlaugargestir skulu virða 2 metra fjarlægðarreglu í laug og heitum pottum.
Líkamsræktir verða frá og með laugardeginum 15. ágúst með sama opnunartíma og sundlaugar en þar eru hámörkin 12 manns í einu og verða iðkendur ætíð að halda 2 metra fjarlægð sín á milli og sótthreinsa tæki eftir notkun.
Í íþróttasal miðast við 2 metra regluna.
Vinsamleg tilmæli til sundlaugagesta og iðkenda líkamsrækta eru að dvelja ekki lengur en 1 - 1,5 klst. til að fleiri geti notið þjónustunnar.
Kalda karið er opið en gufubað lokað. Rennibraut er opin fyrir börn fædd 2005 og síðar.