Vildarvinir Siglufjarðar og Siglfirðingafélagið afhenda Fjallabyggð veglega gjöf

Anita Elefsen, Guðmundur Stefán Jónsson og Ingibjörg G. Jónsdóttir
Myndi: Rakel Björnsdóttir
Anita Elefsen, Guðmundur Stefán Jónsson og Ingibjörg G. Jónsdóttir
Myndi: Rakel Björnsdóttir

Siglfirðingafélagið og Vildarvinir Siglufjarðar færðu Fjallabyggð gjöf í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar þann 20. maí 2018.

Vildarvinir Siglufjarðar og Siglfirðingafélagið héldu opið hús í Síldarminjasafninu föstudaginn 31. júlí sl. í tilefni af því að lokið var við uppfærslu á myndefni sem félögin færðu Fjallabyggð í tilefni af 100 ára afmæli Siglufjarðarkaupstaðar þann 20. maí 2018. 

Að auki var Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) færð afmælisgjöf í tilefni af 100 ára afmæli félagsins,  200 minnislykla með sjónvarpsþáttunum “Siglufjörður - saga bæjar”. Skíðafélagið mun, á næstu misserum, selja minnislyklana sem lið í fjármögnun lokaáfanga uppsetningar töfrateppis á skíðasvæðinu í Siglufjarðarskarði.  Golfklúbbi Siglufjarðar (GKS) var einnig færður 100 þúsund króna styrkur til eflingar barna- og unglingastarfi félagsins en GKS varð 50 ára þann 19. júlí sl.

Efnið verður varðveitt hjá Fjallabyggð. Heimilt er að nýta efnið til sýninga eða kennslu hjá þeirri stofnun Fjallabyggðar sem Bæjarstjórn ákveður.  Öll nýting efnisins er háð höfundarrétti.

Ingibjörg G. Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar tók við gjöfinni.

Gjöf Siglfirðingafélagsins og Vildarvina til Fjallabyggðar er afar vegleg og dýrmæt og þakkar Fjallabyggð rausnarlega gjöf.

Efnisyfirlit gjafarinnar ásamt höfundum þess er hægt að skoða nánar hér.

Jónas Skúlason, Gunnar Trausti, Árni Jörgensen og Guðmundur Stefán Jónsson

 Myndir tók Rakel Björnsdóttir