Mennta- og menningarmálaráðuneytið - starf án staðsetningar

Ólafsfjarðarvatn í Ólafsfirði
Mynd: Guðrún Guðmundsdóttir
Ólafsfjarðarvatn í Ólafsfirði
Mynd: Guðrún Guðmundsdóttir

Rétt er að benda íbúum Fjallabyggðar sem og öðrum á auglýsingu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna starfs án staðsetningar. Klárt tækifæri fyrir alla þá sem vilja starfa hjá ráðuneyti í Reykjavík en búa í Fjallabyggð, staðnum þar sem vel er tekið á móti þér og þínum.

Til útskýringar þá er starf án staðsetningar starf sem ekki er bundið tiltekinni starfsstöð innan veggja ráðuneytisins heldur getur verið unnið hvar sem er á landinu, að því gefnu að viðunandi starfsaðstaða sé fyrir hendi.  Það er, sé starfsmaður ráðinn sem býr utan daglegrar vinnusóknar frá ráðuneytinu skal vinnuveitandi leitast við að finna viðunandi starfsaðstöðu nærri heimili.

Elías Pétursson
bæjarstjóri

Auglýsingin er á vef Stjórnarráðs Íslands