Fréttir

Flugeldasýning á þrettándanum

Þrettándabrennu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Flugeldasýning Kiwanisklúbbsins Skjaldar í samvinnu við Björgunarsveitina Stráka á Siglufirði verður miðvikudaginn 6. janúar 2021 kl. 18:30 og eru íbúar hvattir til að fylgjast með henni úr fjarlægð, varast hópamyndanir og huga að sóttvörnum.
Lesa meira

Sorphirðudagatal 2021

Íslenska Gámafélagið hefur birt sorphirðudagatal fyrir Fjallabyggð árið 2021.
Lesa meira

Áramótabrennum aflýst í ár

Tekin hefur verið ákvörðun, í samráði við viðeigandi aðila, um að engar áramótabrennur verði í Fjallabyggð í ár. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með flugeldasýningum björgunarsveitanna á gamlárskvöld. Flugeldasýning Tinds í Ólafsfirði hefst kl. 20:30 og flugeldasýning Stráka Siglufirði hefst kl. 21:00. Kæru íbúar, farið varlega og eigið gleðileg áramót, sinnið sóttvörnum og varist hópamyndanir.
Lesa meira

Fjallabyggð vinnur að því að innleiða pappírslaus viðskipti

Frá og með 1. janúar 2021 tekur Fjallabyggð við rafrænum reikningum í gegnum heimasíðuna. Fjallabyggð hefur undanfarin ár unnið að því að innleiða pappírslaus viðskipti. Einn liður í því er að taka á móti reikningum á rafrænu formi. Þetta hefur marga kosti í för með sér. Minni sóun verður á pappír auk þess sem sendingarkostnaður verður lítill sem enginn.
Lesa meira

Gjafabréf - fyrirtækjalisti 2020 - Uppfærð frétt

Gjafabréfin, frá Fjallabyggð, til starfsmanna sveitarfélagsins, er hægt að nota á eftirfarandi stöðum:
Lesa meira

Pistill bæjarstjóra - Framkvæmdir 2021

Í gær, 15. desember, var fjárhagsáætlun Fjallabyggðar vegna komandi árs samþykkt í sveitarstjórn. Hluti þeirrar áætlunar er svokölluð fjárfestingaráætlun sem innifelur fjárfestingar næsta árs. Í fjárhagsáætlun er hins vegar allt smærra viðhald húsa, gatnakerfis og annarra eigna sveitarfélagsins. Fjárhagsáætlun 2021 gerir ráð fyrir að tæpar 100 milljónir króna verði settar í viðhald eigna sveitarfélagsins.
Lesa meira

Fréttatilkynning - Áætlaður rekstrarhalli

Áætlaður rekstrarhalli bæjarsjóðs fyrir árið 2021 er 40 mkr. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2021 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 15. desember 2020. Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru:[meira]
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2021 samþykkt í bæjarstjórn

Á bæjarstjórnarfundi þann 15. desember fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024. Var áætlunin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Lesa meira

Listagjöf um allt land!

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember næstkomandi. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann.
Lesa meira

Val á íþróttamanni ársins 2020 í Fjallabyggð fellt niður

Á dögunum var ákveðið að ekki yrði kjörinn Íþróttamaður Fjallabyggðar þetta árið né veittar viðurkenningar vegna árangurs í íþróttum líkt og gert hefur verið um áratuga skeið. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að ekkert íþróttafélag hefur getað haldið úti venjubundnu íþróttastarfi á árinu og aðeins örfá getað tekið þátt í mótum og keppni. Því eru litlar og í flestum tilfellum engar forsendur að byggja á til að útnefna besta og efnilegasta íþróttafólkið.
Lesa meira