Fréttatilkynning - Áætlaður rekstrarhalli

Áætlaður rekstrarhalli bæjarsjóðs fyrir árið 2021 er 40 mkr.

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2021 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 15. desember 2020.

Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru:

  • Útsvarsprósenta er 14.48% og álagningarprósenta fasteignagjalda er óbreytt á milli ára nema álagning íbúðarhúsnæðis lækkar í 0,48 úr 0,49.
  • Skatttekjur ársins 2021 eru áætlaðar 1.390 mkr., en útkomuspá ársins 2020 er 1.329 mkr.
  • Heildartekjur 2021 verða 3.071 mkr., en eru áætlaðar 2.918 mkr. í útgönguspá 2020.
  • Gjöld ársins 2021 eru áætluð 3.097 mkr., en eru áætluð 2.805 mkr. fyrir árið 2020.
  • Heildareignir sveitarfélagsins eru áætlaðar 5.927 mkr. og eigið fé er 3.874 mkr. eða 65% eiginfjárhlutfall.
  • Skuldir og skuldbindingar eru að hækka um 37 mkr. og eru áætlaðar 2.053 mkr. Skuldaviðmið bæjarsjóðs er áætlað 27% fyrir 2021.
  • Vaxtaberandi skuldir eru 319 mkr., en voru 345 mkr. árið 2020. Veltufé frá rekstri er áætlað 261 mkr., sem eru 8,5% af rekstrartekjum.
  • Framkvæmt verður fyrir 154 mkr.

Helstu framkvæmdir eru:

a)    Endurnýjun gangstétta 40 mkr.
b)    Gangstígar 10 mkr.
c)    Íþróttamiðstöð Siglufirði, bætt búningsaðstaða fyrir hreyfihamlaða 15 mkr.
d)   Íþróttamiðstöð Ólafsfirði, endurnýjun búningsaðstöðu 19 mkr.

Spurningum svarar:  
Elías Pétursson, bæjarstjóri,
elias@fjallabyggd,
Sími: 892 0989