Unnsteinn Sturluson, verðlaunahafi á unglingastigi
Mynd: Grunnskóli Fjallabyggðar
Menntamálastofnun, í samstarfi við KrakkaRúv, efndi til ljóðasamkeppni grunnskóla í tilefni af degi íslenskrar tungu.
Þetta árið var ljóðformið frjálst bæði hvað varðar form og innihald.
Það er sönn ánægja að tilkynna að Unnsteinn Sturluson var hlutskarpastur á unglingastigi með ljóðið Ljósið mun sýna þér sannleikann. Stórkostlegur árangur hjá Unnsteini. Þetta er annað árið í röð sem Grunnskóli Fjallabyggðar á vinningshafa í keppninni.
Fjallabyggð óskar Unnsteini innilega til hamingju.
Ljósið mun sýna þér sannleikann
Ég sá ljósið koma
á himininn,
það sýndi mér sannleikann.
Að við löbbum
en förum ekki neitt.
Að við borðum
en samt er ekkert nóg.
Að við gefum
en ekkert er þar.
Að við elskum
eitthvað sem er ekki til.
Því lífið heldur áfram
þótt þú og ég förum,
því lífið heldur áfram
þó ekkert sé þar.
Unnsteinn Sturluson, verðlaunahafi á unglingastigi.
Á heimasíðu Menntamálastofnunar mátti einnig finna ljóð sem voru á meðal þeirra bestu á unglingastigi og þar átti Grunnskóli Fjallabyggðar fleiri fulltrúa:
Smelltu HÉR til þess að lesa þau