Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra 23.1.2021

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra:

1. Áfram hættustig Veðurstofu Íslands vegna snjóflóðahættu og rýming á húsum á Siglufirði
2. Áfram óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi
3. Helstu leiðir Norðanlands ófærar

Mikið hefur bætt á snjó víða á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Mörg snjóflóð hafa fallið síðan á mánudag, þar af nokkur stór. Ekki hefur verið tilkynnt um snjóflóð frá því að síðustu flóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, en ekki er hægt að útiloka að fleiri flóð hafi fallið þar sem vegir eru lokaðir og fáir á ferli. Spáð er áframhaldandi norðan hvassviðri með éljum og snjókomu, a.m.k. fram á sunnudag og áfram búist við mikilli snjóflóðahættu.
Næsti stöðufundur vegna rýmingar á Siglufirði verður á morgun, sunnudag klukkan 16.

Samgöngur:
Helstu leiðir Norðanlands eru ófærar en athugað verður með mokstur í fyrramálið.
Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með tilkynningum Veðurstofu Íslands og Vegagerðarinnar:

1. Á vefsíðu Veðurstofu Íslands má sjá spá um staðbundna snjóflóðahættu utan þéttbýlis og til fjalla: https://www.vedur.is/#syn=snjoflod
2. Á vef Vegagerðarinnar má sjá allar upplýsingar um færð og ástand vega: https://www.vegagerdin.is/

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Lögreglan á Norðurlandi eystra, Veðurstofa Íslands, fulltrúar sveitarfélaga og Vegagerðin fylgjast áfram náið með þróun og stöðu mála.

https://www.logreglan.is/nordurland-afram-haettustig-siglufirdi-vegna-snjoflodahaettu-og-ovissustig-a-nordurlandi/