Tillaga að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032
Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með endurskoðað aðalskipulag Fjallabyggðar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verður verður til sýnis á tæknideild Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og hjá Skipulagsstofnun frá og með 16. apríl 2021 til og með 28. maí 2021. Tillagan er einnig aðgengileg hér:
- hluti – Forsendur
- hluti – Skipulagsákvæði og landnotkun
- hluti – Umhverfisskýrsla
- hluti – Viðaukar
- Þéttbýlisuppdráttur
- Sveitarfélagsuppdráttur
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 28. maí 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Fjallabyggðar við Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal, Siglufirði
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. febrúar 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Breytingarsvæðið afmarkast af námu við enda bílastæðis sem áætlað er á skíðasvæðinu í Skarðsdal. Breytingin felur í sér að staðsett er ný náma á framkvæmdasvæði þar sem verið er að koma fyrir nýrri aðkomu á skíðasvæðið í Skarðsdal. Náma þessi mun uppfylla efnisþörf við framkvæmdir á svæðinu. Tillagan ásamt breytingu á umhverfisskýrslu liggur frammi á skrifstofu Fjallabyggðar við Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 16. apríl 2021 til og með 28. maí 2021 og er einnig aðgengileg hér:
Skarðsvegur - deliiskipulagsbreyting
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulags- og tæknifulltrúa í síðasta lagi 28. maí 2021 á Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.
Skipulags- og tæknifulltrúi.