Aðili óskast til þess að sjá um dúntekju á Leirutanga, Siglufirði

Fjallabyggð leitar eftir áhugasömum aðila til þess að sjá um dúntekju á Leirutanga, Siglufirði.

Meginþættir verkefnis:

  • Girða af varpsvæði æðarfugls á Leirutanga í landi Fjallabyggðar Siglufirði.
  • Halda vargi frá svæði.
  • Annast hreinsun, umhirðu og eftirlit á varpsvæði.
  • Leggja stíg.
  • Koma upp fuglaskoðunarskýli.
  • Koma upp skilti og merkingum til að stuðla að fræðslu og til varúðar.
  • Hirða og tína dún úr hreiðrum, vinna dún og koma í nýtingu.

Þeir aðilar sem vilja taka þátt í verðkönnun vegna þessa skulu senda erindi með neðangreindum upplýsingum til tæknideildar Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði. Frestur til að skila inn erindum er til og með 23. apríl nk. 

  • Nafn, kennitölu, heimilisfang, almennt símanúmer, netfang.
  • Stutt lýsing á framtíðarsýn bjóðenda hvað varðar viðgang og vöxt svæðisins.
  • Reynsla bjóðanda af sambærilegri umsjón með varpsvæði eða varpsvæðum.
  • Almennar upplýsingar um aðra, sbr. að ofan, sem að verki munu koma.
  • Upplýsingar um fyrirhugaða vinnslu og nýtingu æðardúns.
  • Upplýsingar um búnað o.fl. til að vinna verkið.