Fréttir

Boðaðar tilslakanir á sóttvarnarreglum

Frá og með þriðjudeginum 25. maí eru boðaðar tilslakanir á sóttvarnarreglum. Ný reglugerð leyfir hámarksfjölda á sundstöðum og líkamrsæktarstöðum þó ekki fleiri en 150 manns. Í sundlaugum og líkamsræktarsölum íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar falla því fjöldatakmarkanir úr gildi en áfram þarf að skrá sig í tíma í líkamsræktarsölum, virða 2 metra nándartakmörk og notendur eru beðnir um að sótthreinsa tæki og áhöld að lokinni notkun.
Lesa meira

Nýsköpunarvikan á Norðurlandi

SSNV og SSNE taka þátt í Nýsköpunarvikunni sem fer fram dagana 26. maí til 2. júní. Með þátttöku landshlutasamtakanna er ætlunin að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað á Norðurlandi, meðal annars innan stofnana, fyrirtækja og sprotafyrirtækja. Ætlunin er einnig að kynna þann stuðning sem er í boði fyrir frumkvöðla á Norðurlandi.
Lesa meira

Möguleg stofnun björgunarmiðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands í Fjallabyggð

Allir fulltrúar bæjarráðs Fjallabyggðar samþykktu á fundi sínum í dag að fela bæjarstjóra að leita eftir viðræðum við dómsmálaráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar um stofnun varanlegrar björgunarmiðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands í Fjallabyggð. [Meira...]
Lesa meira

Auglýsing um drög deiliskipulags athafna- og hafnarsvæðis í Ólafsfirði

Drög að deiliskipulagi fyrir athafna- og hafnarsvæði í Ólafsfirði, verður til sýnis og umræðu á tæknideild í Ráðhúsi Fjallabyggðar, fimmtudaginn 20. maí nk. frá kl. 10:00-12:00 og á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði frá kl. 13:00-15:00. Í kjölfarið verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar en þá gefst almenningi og umsagnaraðilum kostur á að koma með ábendingar eða athugasemdir vegna tillögunnar.
Lesa meira

Skipulags- og matslýsing - Upphaf vinnu við deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. maí sl. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. [Meira...]
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir útboð á skólamáltíðum fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar

Fjallabyggð auglýsir eftir tilboðum í skólamáltíðir fyrir nemendur og starfsmenn í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárin 2021-2024. Áætlað magn skólamáltíða fyrir næsta skólaár er 31.143 nemendamáltíðir og 1.460 starfsmannamáltíðir. Samið er til þriggja ára með möguleika á framlengingu samnings tvisvar sinnum eitt ár í senn. [Meira...]
Lesa meira

Nú gildir sérstakur íþrótta- og tómstundarstyrkur á sumarnámskeið! - Polish and English version

Lesa meira

Fréttatilkynning vegna ársreiknings Fjallabyggðar 2020

Ársreikningur Fjallabyggðar var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 11. maí 2021.
Lesa meira

Elstu verk í eigu Listaverkasafns Fjallabyggðar birt á vefsíðu safnsins

Nú hafa elstu verk í eigu Listaverkasafns Fjallabyggðar verið skráð og birt á vefsíðu safnsins. Myndirnar eru eftir Emil Thoroddsen og málaðar árið 1917
Lesa meira

Pálshús Ólafsfirði opnar 15. maí 2021 eftir vetrardvala

Pálshús Ólafsfirði opnar, eftir vetrardvala, laugarsaginn 15. maí nk. kl. 14:00.
Lesa meira