Ungmennafélagið Vísir í Ólafsfirði færir Fjallabyggð upplýsingaskilti og áningarstað í Ólafsfirði

Félagar úr Ungmennafélaginu Vísi ásamt Elíasi Péturssyni bæjarstjóra
Mynd: Björn Þór Ólafsson
Félagar úr Ungmennafélaginu Vísi ásamt Elíasi Péturssyni bæjarstjóra
Mynd: Björn Þór Ólafsson

Fjölmenni var við formlega athöfn sem haldin var á áningarstaðnum Reka, Ósbrekkukambi í Ólafsfirði í gær fimmtudaginn 3. júní kl. 17:00 þegar Ungmennafélagið Vísir í Ólafsfirði afhenti Fjallabyggð til afnota og umsjónar áningarstað og upplýsingaskilti, annars vegar við Ólafsfjarðarvatn, Hornbrekkubót og á kambinum við sjósandinn vestan við ósinn í Ólafsfirði. Á upplýsingaskiltunum er að finna upplýsingar um bæjarnöfn, forn býli, gönguleiðir o.fl.

Ungmennafélagið Vísir í Ólafsfirði hefur síðustu misseri unnið að og látið útbúa áningarstað og koma fyrir upplýsingaskilti á kambinum við sjósandinn vestan við ósinn í Ólafsfirði. Staðurinn hefur fengið nafnið „Reki“ með tilvísun í að þar var talsverður reki á árum áður. Gerð þessa áningastaðar var í styrkum höndum Árna Helgasonar að frumkvæði ungmennafélagsins. Einnig voru afhent upplýsingaskilti sem komið hefur verið fyrir á áningarstaðnum sunnan við Hornbrekkubót. Sá staður hefur fengið nafnið Bót. Gerð bílastæðis og göngustíga að áningarstaðnum var í höndum sveitarfélagsins en ungmennafélagið lagði einnig til bekki og borð.

Steinar sem prýða bæði svæðin og bera uppi upplýsingaskiltin eru úr steinasafni Árna Helgasonar úr Ólafsfirði. Skiltin á steinunum og uppsetning þeirra var í styrkum höndum Tómasar Einarssonar, steinsmiðs og hönnun þeirra var samvinnuverkefni Tómasar og félaga úr ungmennafélaginu. Söfnun heimilda og úrvinnsla efnis á upplýsingaskiltin voru í höndum félaga úr ungmennafélaginu sem að auki naut góðra ábendinga og yfirlestrar frá þeim Láru Stefánsdóttur, skólameistara MTR og Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur.

Fjölmenni var við þessa hátíðlegu athöfn þar sem Gunnar L. Jóhannsson flutti ræðu og Ármann Þórðarson afhendi staðina formlega til Fjallabyggðar. Þess má geta á Ármann er elsti núlifandi meðlimur í U.M.F