Fréttir

Tillaga að deiliskipulagi athafna- og hafnarsvæðis í Ólafsfirði

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti þann 8. júlí sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi athafna- og hafnarsvæðis í Ólafsfirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar þakkar Fjallabyggð stuðning við Sjómannadagshátíðina

Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar færði Fjallabyggð skjöld með merki Sjómannadags Fjallabyggðar 2021 sem þakklætisvott fyrir stuðning við sjómannadagshátíðina
Lesa meira

Gangamót Greifans 29. júlí 2021 Siglufjörður - Akureyri

Gangamót Greifans verður haldið fimmtudaginn 29. júlí nk. Mótið er hluti af stigamótaröð HRÍ og þarf að vera skráður í félag sem er aðili að HRÍ til að skrá sig í stigamót. Öllum er frjálst að skrá sig í almenningsflokk.
Lesa meira

Gönguvika 12. - 18. júlí með Ferðafélaginu Trölla

Í dag hefst gönguvika Ferðafélagsins Trölla. Farið er af stað virka daga frá UÍÓ húsinu á Ólafsfirði kl. 17:15 og um helgar er lagt af stað kl. 10:00 Fyrsta gangan er í dag mánudaginn 12. júlí og er gönguleiðin um Siglufjarðarskarð. Gengið er frá Hraunum í Fljótum um Siglufjarðarskarð yfir til Siglufjarðar. Afar falleg gönguleið og skemmtileg, tekur um 4 klukkustundir með akstri. Mesta hækkun leiðarinnar er um 600 m í Siglufjarðarskarði. Gönguleiðin er um 10km og 2,5 skór af 5 í erfiðleikastigi.
Lesa meira

Listahátíðin Frjó

Helgina 9. - 11. júlí fer fram Frjó menningarhelgi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði með þátttöku 15 listamanna. Þetta verður í þriðja sinn sem efnt er til þver faglegrar menningardagskrár undir yfirskriftinni Frjó, en áður voru Reitir workshoop haldið á þessum tíma.
Lesa meira

Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032

Nýtt aðalskipulag Fjallabyggðar samþykkt. Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt nýtt aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032. Tillaga nýs aðalskipulags var auglýst frá 16. apríl til 28. maí 2021. Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum og er brugðist við þeim í 2. hluta greinargerðar aðalskipulagsins undir kafla 7.3.
Lesa meira

Rut Hallgrímsdóttir sýnir í Saga Fotografica. Sýningaropnun 17. júní kl. 13:00

Ljósmyndarinn Rut Hallgrímsdóttir opnar sýningu í Saga Fotografica safninu á Siglufirði 17. júní. Elstu myndirnar á sýningunni eru frá 1985 en þær nýjustu teknar á þessu ári.
Lesa meira

17. júní í Fjallabyggð

Fjölbreytt hátíðardagskrá verður í Fjallabyggð á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í Ólafsfirði, við Menningarhúsið Tjarnarborg verður stórglæsileg hátíðardagskrá klukkan 14:00 og er það fræðslu- og menningarnefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði sem hefur veg og vanda að hátíðardagskránni á hverju ári. Í boði verða m.a. hátíðarræða, Fjallkonan, tónlist, leiktæki, hoppukastalar, geimsnerill, sölutjöld og fleira fyrir alla fjölskylduna.
Lesa meira

203. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

203. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 16. júní 2021 kl. 17.00
Lesa meira

14 umsóknir bárust vegna nýliðunar í Slökkviliði Fjallabyggðar

Nýliðun í Slökkviliði Fjallabyggðar hefst á næstu dögum. Fjórtán umsóknir bárust og er unnið úr umsóknum. Tvær konur eru meðal umsækjenda.
Lesa meira