Gangamót Greifans verður haldið fimmtudaginn 29. júlí.
Mótið er hluti af stigamótaröð HRÍ og þarf að vera skráður í félag sem er aðili að HRÍ til að skrá sig í stigamót.
Öllum er frjálst að skrá sig í almenningsflokk.
Hér má finna skráningu
Ræst verður klukkan 18:00 frá Sigló Hótel á Siglufirði og hjólað á Akureyri. Endamörk verða við skíðahótel í Hlíðarfjalli og á svæði Bílaklúbbs Akureyri og er endamark misjafnt eftir hópum.
U15 flokkur verður ræstur frá Dalvík og endar á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Mótið telur til stiga til mótaraðarinnar "Hjólreiðagreifi/Hjólreiðagreifynja"
Mótssstjóri er Jenný Grettisdóttir. Hafa má samband við mótsstjórn gegnum póstfangið gangamot@hfa.is
Allar nánari upplýsingar um Gangamót Greifans verður að finna í keppnishandbók. Fyrstu drög er að finna hér fyrir neðan.
Umferðarstýring verður í Ólafsfjarðargöngunum fyrir fyrstu hópa allra flokka í bikarmóti til að auka öryggi keppenda. Ekki er hægt að loka göngunum fyrir alla keppendur en umferð verður stýrt til að hafa sem minnst áhrif á framvindu keppni.