Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar þakkar Fjallabyggð stuðning við Sjómannadagshátíðina

Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar færði Fjallabyggð skjöld með merki Sjómannadags Fjallabyggðar 2021 sem þakklætisvott fyrir stuðning við sjómannadagshátíðina.  Var það Ægir Ólafsson sem færði Fjallabyggð skjöldinn og tóku Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu,- frístunda- og menningarmála og Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi við gjöfinni.

Fjallabyggð þakkar Sjómannadagsráði farsælt og gott samstarf en sjómannadagshátíðin er í alla staði stórglæsileg og sómi af því starfi sem unnið er bæði í aðdraganda hátíðar og á henni sjálfri.