Helgina 9. - 11. júlí fer fram Frjó menningarhelgi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði með þátttöku 15 listamanna. Þetta verður í þriðja sinn sem efnt er til þver faglegrar menningardagskrár undir yfirskriftinni Frjó, en áður voru Reitir workshoop haldið á þessum tíma. Dagskráin samanstendur af tónlist, myndlist, ljóðalestrum, bókverkaútgáfu og gong joga.
Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir og verður tekið á móti frjálsum framlögum við innganginn.
Þátttakendur á Frjó eru:
Ólöf Nordal - myndlist
Eyjólfur Eyjólfsson - tónlist
Björk Níelsdóttir - tónlist
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir - tónlist
Línus Orri Gunnarsson - tónlist
Ásgeir Ásgeirsson - tónlist
Joaquin Belart - tónlist
Þórir Hermann Óskarsson - tónlist, bókverkaútgáfa, ljóð
Ragga Gröndal - tónlist
Brák Jónsdóttir - Bókverkaútgáfa
Magnus Trygvason Eliassen - tónlist
Tumi Árnason - tónlist
Ingibjörg Elsa Turchi - tónlist
Hróðmar Sigurðsson - tónlist
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir - gong joga
Dagskrá á Frjó 2021
Föstudagur 9. júlí
kl. 14.00 - Ólöf Nordal opnar sýninguna Villiljós í Kompunni.
kl. 16.30 - Þórir Hermann Óskarsson ljóðalestur í sjö hlutum: The Rime of The Ancyent Marinere (1798) eftir Samuel Taylor Coleridge. Við Bergmyndir í Garðinum við Alþýðuhúsið.
kl. 17.00 - Tónlistarhópurinn Gadus Morhua
Björk Níelsdóttir söngur og langspil
Eyjólfur Eyjólfsson söngur, flauta og langspil
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttur söngur og barokkselló.
Kl. 18.00 - Linus Orri Gunnarsson, tilraun við þjóðlagatónlist. Með honum spila Ásgeir Ásgeirsson, Joaquín Belart, Þórir Hermann Óskarsson, Ragga Gröndal.
Laugardagur 10. júlí
kl. 14.00 - Ólöf Nordal sýnir í Kompunni.
kl. 16.30 - Brák Jónsdóttir og Þórir Hermann Óskarsson, Pieces for playing: Bókakynning og útgáfutónleikar.
kl. 20.00 - Magnus Trygvason Eliassen trommur og Tumi Árnason saxafón, tónleikar.
kl. 21.00 - Brynja Hjálmsdóttir, ljóðskáld. Okfruman.
kl. 21.30 - Ingibjörg Elsa Turchi og hljómsveit, tónleikar.
Ingibjörg Elsa Turchi - Rafbassi
Tumi Árnason - Saxófónn og elektróník
Magnús Trygvason Eliassen - Trommur
Hróðmar Sigurðsson- Rafgítar
Sunnudagur 11. júlí
kl. 11.00 - Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir gong jóga og hugleiðsla undir berum himni í Hvanneyrarkrók (fjaran norðan við bæinn) ef veður leyfir, annars í Alþýðuhúsinu.
kl. 14.00 - Ólöf Nordal sýnir í Kompunni.