Nýjar fræðslumyndir frá Samgöngustofu

Samgöngustofa hefur gefið út þrjár nýjar fræðslumyndir  er varða umferðaröryggi

Fræðslumynd um rafhlaupahjól
Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist mikið að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Þau tilheyra flokki reiðhjóla og um þau gilda sömu reglur og um reiðhjól að því undanskyldu að þeim má ekki aka á akbraut. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Here you can access the educational film with Icelandic, English and Polish texts:

Fræðslumynd um öryggi barna í bíl

Á hverju ári verða atvik í umferðinni hér á landi þar sem sérstakur öryggisbúnaður kemur í veg fyrir alvarleg slys á börnum. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi öryggi barna í bíl. Öryggi barna er á okkar ábyrgð - það er engin bílferð svo stutt að við getum gefið afslátt af því. Here you can access the educational film with Icelandic, English and Polish texts:

Fræðslumynd um ljósabúnað
Ökutæki með ljósin kveikt eru mun sýnilegri í umferðinni, auk þess lýsa þau upp endurskin gangandi og hjólandi vegfarenda. Í þessu myndbandi er farið yfir ýmis atriði varðandi ökuljós og mikilvægi þess að öll ljósin á bílnum séu kveikt.  Here you can access the educational film with Icelandic, English and Polish texts:


Allar fræðslumyndirnar má finna á vef Samgöngustofu, á YouTube og fara í birtingu á Facebook og í sjónvarpinu á RÚV.