Klukkan 8:00 laugardaginn 28. ágúst verður fyrsta North Ultra hlaup Fjallakofans ræst út frá Dalvík og kl 12:00 verður fyrsta Half North hlaupið ræst út við Olís stöðina við Ægisgötu í Ólafsfirði.
Gert er ráð fyrir að fyrstu hlaupararnir verði að fara gegnum Ólafsfjörð milli kl. 10:00 og 11:00 og biðlum við til ökumanna að sýna aðgát við akstur um Aðalgötuna frá Ægisgötu að Garðsvegi á þessum tíma.
Aðalgötunni í Ólafsfirði verður svo lokað alfarið eða að mestu leiti milli kl. 12:00 til kl. 12:30 þegar North Half hlaupið verður ræst út en þá fara af stað um 160 keppendur frá Olís stöðinni í Ólafsfirði. Lokað verður frá gatnamótum Aðalgötu og Ægisgötu að Garðsvegi (Héðinsfjarðargöngum) meðan hlauparar fara af stað. Biðjum við vegfarendur og ökumenn um að virða þessa lokun rétt á meðan hlaupið fer af stað og sýna hlaupurum sérstaka aðgát. Þátttakendur hlaupa Garðsveg að Garðsá (Skeggjabrekkudal) og eru ökumenn þar einnig beðnir um að sýna þeim sérstaka aðgát. Þá verða tafir á umferð við gangnamunna Héðinsfjarðargangna í Ólafsfirði á sama tíma.
Lokanir og tafir verða einnig á Siglufirði milli kl. 14:00 og 16:00 en reiknað er með að lokað verði eða verulegar tafir á umferð um gatnamót Gránugötu og Suðurgötu að gatnamótum Túngötu og Aðalgötu og verður Aðalgatan lokuð frá Túngötu að Vetrarbraut á þessum tíma. Merktar verða hjáleiðir um Hafnartún, Hafnargötu og Lindargötu meðan á umferðartakmörkunum stendur.
Viðskiptavinum Kjörbúðarinnar er bent á bílastæði við Ráðhúsið, við kirkjuna Lindargötu og bak við gamla bankahúsið.
Ökumenn á Siglufirði eru beðnir um að virða lokanir og sýna hlaupurum sérstaka aðgát.
Íbúar og gestir eru svo eindregið hvattir til að koma og fylgjast með þegar hlauparar leggja af stað frá Ólafsfirði koma inn í Siglufjörð og hvetja keppendur áfram á lokasprettinum.
Brautargæsla og öryggisgæsla er í höndum Björgunarsveita - í fjalllendi og mun Slökkvilið Fjallabyggðar ásamt starfsmönnum áhaldahúss halda utan um umferðarstýringu og lokanir gatna í bænum.
Hlaupaleið gegnum Ólafsfjörð og lokun gatna frá 12:00-12:30 (klikkið á mynd til að stækka)
Hlaupaleið gegnum Siglufjörð. Lokun gatna frá 14:00-16:00 og hjáleiðir (klikkið á mynd til að stækka)