Friðþjófur Jónsson hefur verið ráðinn yfirhafnarvörður Fjallabyggðahafna

Friðþjófur Jónsson hefur verið ráðinn í starf yfirhafnarvarðar hjá Fjallabyggð sem auglýst var laust til umsóknar 18. febrúar sl.   
Tíu umsóknir bárust um starfið.

Friðþjófur hefur stundað sjómennsku nær alla sína starfsævi, lengst af sem yfirstýrimaður og skipstjóri. Í gegnum störf sín hefur hann öðlast góða þekkingu á höfnum Fjallabyggðar. 

Friðþjófur hefur skipstjórnarréttindi og hefur auk þess farið á ýmis námskeið, t.d. um öryggismál, námskeið Slysavarnarskóla sjómanna og í tengslum við eld- og sjóbjörgun. Þá hefur hann einnig lokið meiraprófi og stóra vinnuvélaprófinu. Friðþjófur er löggiltur vigtarmaður. 

Við bjóðum Friðþjóf velkominn til starfa.