Sunnudaginn 3. apríl kl. 14:30 verður Hrafnhildur Ýr Denche Vilbertsdóttir með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Erindið fjallar um áhrif langvinnrar streitu og áfalla á taugakerfið og sál og líkamsmiðaða áfallameðferð.
Kaffiveitingar og allir velkomnir.
SSNE, Fjallabyggð, Norðurorka, KEA og Aðalbakrí styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Hrafnhildur er sérfræðingur í Somatic experience eða sál og líkamsmiðaðri áfallameðferð en hún lauk þriggja ára námi í þeim fræðum frá SOS international í London síðastliðið haust.
Hún er einnig sérfræðingur í atvinnutengdri starfsendurhæfingu og er með gráðu í sálfræði og myndlist
Hrafnhildur ólst upp í Reykjavík en flutti síðar til Akureyrar þar sem hún bjó ásamt börnum og eiginmanni í rúm 20 ár. Hún bjó í rúman áratug í Fjallbyggð ásamt manni sínum en býr núna og starfar á Akureyri sem ráðgjafi og matsfulltrúi á Velferðarsviði ásamt því að reka eigin stofu þar sem hún sinnir ráðgjöf og meðferð.