Þórný Harpa R. Heimisdóttir, Sandra Rós Bryndísardóttir, Laufey Petra Þorgeirsdóttir og Margrét Sigurðardóttir
Stíll hönnunarkeppni Samfés fór fram í Lindaskóla Kópavogi. Þemað í ár var Geimurinn.
Félagsmiðstöðin Neon tók þátt í keppninni og voru fulltrúar Neons þær Þórný Harpa R. Heimisdóttir, Sandra Rós Bryndísardóttir, Laufey Petra Þorgeirsdóttir og Margrét Sigurðardóttir sem var model hópsins og sýndi kjólinn í keppninni. Þeim til ráðgjafar og halds og trausts var Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir.
Fulltrúar Neons stóðu sig glæsilega og hnepptu verðlaun fyrir bestu möppuna. Á meðfylgjandi myndum má sjá möppu hópsins og kjólinn ásamt myndum af ferlinu þegar á keppnisstað var komið. Kjóll og atriði hópsins vísar til Norðurljósanna í allri sinni dýrð og hversu óhefðbundin og breytileg þau er í huga fólks.
Hópurinn vill skila þakklæti til styrktaraðila.
Fjallabyggð óskar stúlkunum og Neon innilega til hamingju með árangurinn.
Myndir frá keppninni