Fréttir

Stíll hönnunarkeppni - Fulltrúar Neons hnepptu verðlaun fyrir bestu möppuna

Stíll hönnunarkeppni Samfés fór fram í Lindaskóla Kópavogi. Þemað í ár var Geimurinn. Félagsmiðstöðin Neon tók þátt í keppninni og voru fulltrúar Neons þær Þórný Harpa R. Heimisdóttir, Sandra Rós Bryndísardóttir, Laufey Petra Þorgeirsdóttir og Margrét Sigurðardóttir sem var model hópsins og sýndi kjólinn í keppninni. Þeim til ráðgjafar og halds og trausts var Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir.
Lesa meira

Skíðamót Íslands í Ólafsfirði og á Dalvík

Um helgina verður Skíðamót Íslands haldið í Ólafsfirði og á Dalvík. Alpagreinarnar fara fram á Dalvík og skíðagangan á Ólafsfirði. Mótshaldarar eru skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði sem hafa í áratugi haft gott samstarf um stórmót sem þessi.
Lesa meira

Fjallabyggð tekur þátt í móttöku flóttafólks frá Úkraínu

Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð taki þátt í móttöku flóttafólks frá Úkraínu og felur bæjarstjóra að láta ráðuneytið vita um vilja sveitarfélagsins hvað það varðar og að hafa að öðru leyti umsjón með viðræðum við ráðuneytið um hugsanlega móttöku flóttamanna.
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar sigraði Fjármálaleika árið 2022

Grunnskóli Fjallabyggðar sigraði Fjármálaleika árið 2022. Um 800 nemendur í 32 grunnskólum víðsvegar á landinu tóku þátt, en mikil keppni var um efstu sætin.
Lesa meira

Húsnæði fyrir fólk á flótta frá Úkraínu

Ertu með hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæðisúrræði fyrir flóttafólk á leið til Íslands sem er að flýja ástandið í Úkraínu? Ef svo er, endilega fylltu út eyðublaðið sem þú finnur Ísland.is Þarna getur fólk sem hefur samþykkta íbúðir, hús eða aðstöðu sett inn eignina og þar með látið vita að það sé tilbúið að leigja húsnæði sitt fyrir flóttamenn. Hvort sem það er til skemmri eða lengri tíma.
Lesa meira

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta fyrir árið 2022

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta fyrir árið 2022. Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr.
Lesa meira

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga 2022

Sveitarstjórnakosningar verða laugardaginn 14. maí 2022 Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 rennur út kl. 12 á hádegi 8. apríl nk. Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar mun veita framboðslistum og meðmælendalistum vegna þeirra móttöku föstudaginn 8. apríl 2022 frá kl. 11:00 til kl. 12:00 í Ráðhúsinu á Siglufirði, 2. hæð.
Lesa meira

Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending styrkja til menningarmála 2022

Í gær, fimmtudaginn 17. mars var Aðalheiður S. Eysteinsdóttir útnefnd bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2022. Er það í 13. sinn sem bæjarlistamaður er útnefndur í Fjallabyggð.
Lesa meira

Opinn súpufundur SSNE í Ráðhúsi Fjallabyggðar 23. mars nk.

SSNE standa fyrir opnum kynningarfundum á starfsemi samtakanna, hvað er á döfinni og opnu kaffispjalli í framhaldinu. Fundurinn er opinn öllum.
Lesa meira

Skipulagsdagur í grunnskóla Fjallabyggðar - Breyting á skólaakstri 18. mars

Á morgun föstudaginn 18. mars er skipulagsdagur í Grunnskóla Fjallabyggðar og verður því skólaakstur þann dag með eftirfarandi sniði:
Lesa meira