Fréttir

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir stöðu kennara í hönnun og smíði

Grunnskóli Fjallabyggðar leitar eftir kennara til þess að kenna hönnun og smíði. Leitað er eftir einstaklingi sem eru tilbúin til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi.
Lesa meira

Þýtur í stráum - Þjóðlagahátíð á Siglufirði dagana 6.-10. júlí 2022

Hin árlega Þjóðlagahátíð á Siglufirði verður haldin dagana 6.-10. júlí 2022. Hún ber yfirskriftina Þýtur í stráum og sýnir gestum inn í heim tónlistar ólíkra landa og menningarheima, allt frá Afríku til grísku eyjarinnar Krít, frá Frakklandi og Spáni til Norðurlandanna, um Skotland og Bandaríkin allt til Mexikó.
Lesa meira

Smíðaskóli fyrir börn 7-12 ára, fædd 2010-2015

Fjallabyggð verður með smíðaskóla fyrir 7-12 ára börn (árgangur 2010 - 2015) á tímabilinu 11. júlí – 21. júlí á Siglufirði og í Ólafsfirði.
Lesa meira

Tjarnarborg tónleika New Hampshire Friendship Chorus frá Bandaríkjunum

Ólafsfjörður býður New Hampshire Friendship Chorus frá Bandaríkjunum velkominn fimmtudaginn 7. júlí. Það er sérstakt ánægjuefni fyrir New Hampshire Friendship Chorus að koma fram á Ólafsfirði og er það hluti af 18. alþjóðlegri tónleikaferð kórsins árið 2022. Tónleikarnir verða haldnir í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 7. júlí kl 18:00. Allir velkomnir.
Lesa meira

Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar auglýsir lausa stöðu

Starfsmaður óskast í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar. Fjallabyggð leitar eftir áhugasömum einstaklingi til að sinna vatns- og fráveitumálum auk annarra almennra verkefna í þjónustumiðstöð. Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi iðnmenntun á sviði pípulagna eða vélvirkjun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst [Meira...]
Lesa meira

Sundlaugin í Ólafsfirði opnar eftir framkvæmdir 3. júlí nk.

Sundlaug Fjallabyggðar í Ólafsfirði opnar á ný eftir framkvæmdir. Endurbótum er ekki að fullu lokið en ákveðið hefur verið að opna sunnudaginn 3. júlí nk.
Lesa meira

Flaggað vegna hryðjuverka í Osló

Fjallabyggð flaggar regnbogafána vegna hryðjuverkaárásar á hinsegin skemmtistað í Osló. Regnbogafáninn mun blakta við hún í nokkra daga til minningar um fórnarlömb þessa ofbeldisverks og til stuðnings hinsegin fólks.
Lesa meira

Bragi Freyr Kristbjörnsson ráðinn deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð

Bæjarstjórn samþykkti á 217. fundi sínum að ráða Braga Frey Kristbjörnsson í stöðu deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð, en staðan var auglýst var 6. maí síðastliðinn. Fjórar umsóknir bárust um starfið.
Lesa meira

„Það kalla ég rart“ Sýningaropnun Stefáns Jónssonar í Pálshúsi Ólafsfirði

„Það kalla ég rart“ Sýningaropnun Stefáns Jónssonar í Pálshúsi Ólafsfirði laugardaginn 25. júní kl. 15:00. Sýningin verður opin á opnunartíma Pálsshúss til 25. júlí 2022
Lesa meira

217. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

217. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 16, Ólafsfirði. 23. júní 2022 kl. 17.00.
Lesa meira