Fréttir

VORHÁTÍÐ Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 5. maí kl. 17:30 verður Vorhátíð 1.-7. bekkjar haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Lesa meira

ATH! Rafmangslaust verður aðfaranótt 4. maí í Fjallabyggð

RARIK vinnur að endurnýjun á háspennurofum í aðveitustöðinni á Dalvík. Til þess að það sé mögulegt þarf fyrst að koma fyrir bráðabirgða rofum utan við núverandi húsnæði. Stefnt er að því að færsla á tengingu rofa RARIK við spenni Landsnet á Dalvík verði framkvæmd aðfaranótt miðvikudagsins 4. maí. Við þá aðgerð verður rafmagnslaust í Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppi og Hrísey. Á sama tíma verður einnig unnið við viðhaldsvinna á aðalspenni RARIK á Siglufirði.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna 2022 hefst 4. maí

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2022 hefjist í tuttugasta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 4. - 24. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 20. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks.
Lesa meira

Nú er vor í lofti og sumar í nánd

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð vill hvetja íbúa til hreyfingar og heilbrigða lífhátta. Íbúar eru sérstaklega hvattir til að nota virkan ferðamáta og taka þátt í landsátakinu Hjólað í vinnuna sem hefst 4. maí nk.
Lesa meira

Sveitarstjórnarkosningar í Fjallabyggð 14. maí 2022

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga í Fjallabyggð þann 14. maí 2022 munu liggja frammi frá 22. apríl nk. til sýnis í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, á auglýstum opnunartíma skrifstofu virka daga fram til 14. maí.
Lesa meira

Götur sópaðar í Fjallabyggð

Í dag mánudag 25. apríl og næstu daga verða götur sópaðar á Siglufirði. Fyrst er þjóðvegur í gegnum Siglufjörð sópaður. Því næst verður sópað í Suðurbæ og vinnur sópurinn sig til norðurs.
Lesa meira

Umferðaröryggi við leikskóla í Fjallabyggð – Útboð

Um er að ræða tvö aðskilin verk. Annars vegar við leikskólann á Ólafsfirði og hins vegar leikskólann á Siglufirði. Sér útboðsgögn eru fyrir hvort verk og því ekki skylda að bjóða í bæði verkin.
Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi – ÞJÓÐVEGUR Í ÞÉTTBÝLI FJALLABYGGÐAR - ÓLAFSFJÖRÐUR

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 13. apríl 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir þjóðveg í þéttbýli Ólafsfjarðar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast annars vegar af Ólafsfjarðarvegi (82) sem liggur í gegnum bæinn frá norðri að Ægisgötu þar sem hann beygir til suðurs og hins vegar Siglufjarðarvegi (76) sem liggur frá Ægisgötu til vesturs að brú yfir Ólafsfjarðarvatn. Heildarlengd er um 1,8 km.
Lesa meira

Glænýjar leiðbeiningar frá Moltu

Glænýjar leiðbeiningar frá Moltu! Við hvetjum öll fyrirtæki og stofnanir sem skila matarleifum til Moltu til að hengja upp þessar leiðbeiningar hjá sér.
Lesa meira

Framboðslistar í Fjallabyggð 2022

Þrír framboðslistar bárust fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Öll framboðin voru úrskurðuð gild af yfirkjörstjórn Fjallabyggðar. Bæjarstjórnarkosningarnar fara fram laugardaginn 14. maí næstkomandi og verða kjörstaðir í Fjallabyggð opnir kl. 10:00-22:00 Eftirfarandi listar verða boðnir fram við bæjarstjórnarkosningarnar í Fjallabyggð 2022:
Lesa meira