Hin árlega Þjóðlagahátíð á Siglufirði verður haldin dagana 6.-10. júlí 2022.
Hún ber yfirskriftina Þýtur í stráum og sýnir gestum inn í heim tónlistar ólíkra landa og menningarheima, allt frá Afríku til grísku eyjarinnar Krít, frá Frakklandi og Spáni til Norðurlandanna, um Skotland og Bandaríkin allt til Mexikó.
Á meðal listamanna sem koma fram á hátíðinni eru Dans Afrika Iceland, systkinin Rasoulis frá Krít, Zvezdana Novakovic frá Slóveníu, Ruth Wall frá Skotlandi auk fjölmargra íslenskra listamanna á borð við þjóðlagahljómsveitina Brek, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, kvennakórinn Vox Feminae og þjóðlagasveitina Mandólín.
Á hátíðinni er boðið upp á ókeypis námskeið í rímnakveðskap, balkantónlist og keltneskri tónlist auk Þjóðlagaakademíunnar sem er alþjóðlegt námskeið um íslenska og erlenda þjóðlagatónlist. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafsson.
Miðasala er á tix.is. Sjá nánar á heimasíðu hátíðarinnar www.siglofestival.com.
Dagskrá Þjóðlagahátíðar 2022