Fjölmennur íbúafundur í Tjarnarborg

Fjölmenni var á íbúafundi í Tjarnarborg í gær þegar framboðin kynntu stefnumál sín. Á fundinum, sem haldinn var að frumkvæði Fjallabyggðar, héldu framboðin þrjú hvert sína framsögu, að framsögu lokinni var opnað fyrir spurningar úr sal. Að afloknum spurningum voru framboðin svo með stutt lokaávörp.

 Yfir 100 manns mættu á fundinn. Óhætt er að segja að fyrirspurnir hafi verið málefnanlegar og fjölbreyttar og að gott samtal hafi átt sér stað á milli frambjóðenda og fundargesta.

Fundarstjóri var Ingvar Erlingsson.

Fjallabyggð þakkar fundarstjóra, fulltrúum framboða og gestum fundarins fyrir góðan og málefnalegan fund.

Hér má sjá myndir frá fundinum.