Fréttir

Ferðastefna Fjallabyggðar

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar boðar hér með til fundar fimmtudaginn 20. febrúar kl. 17:00. Fundarefni: Ferðastefna Fjallabyggðar. Ferðaþjónustuaðilar í Fjallabyggð eru sérstaklega hvattir til að mæta en fundurinn er opin öllum þeim sem áhuga hafa á málefninu.
Lesa meira

Tónleikar í anda Sigfúsar Halldórssonar

Menningarhúsið Tjarnarborg í samvinnu við Tónskóla Fjallabyggðar stendur fyrir tónleikum n.k. fimmtudag undir yfirskriftinni "Í anda Sigfúsar Halldórssonar".
Lesa meira

Uppskerutónleikar vegna Nótunnar

Tónskóli Fjallabyggðar verður með tónleika í Menningarhúsinu Tjarnaborg fimmtudaginn 20. febrúar kl. 17:00. Fram koma u.þ.b 20 af nemendum skólans.  
Lesa meira

Óbreytt stjórn.

Aðalfundur Félags um Síldarævintýri var haldin í Bátahúsinu sl. miðvikudag. Mæting á fundinn var ágæt en þjónustu- og hagsmunaaðilar höfðu verið sérstaklega hvattir til að mæta.
Lesa meira

Lífshlaup ÍSÍ - 1. bekkur við Tjarnarstíg fær ávaxtasendingu

Lífshlaup ÍSÍ er í fullum gangi.  Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar taka þátt í Lífshlaupinu og eru að standa sig vel. Sem stendur eru þeir í fjórða sæti yfir skóla með 150 - 399 nemendur
Lesa meira

Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturtanga á Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur þann 12. febrúar 2014 samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Vesturtanga á Siglufirði. Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja tvær lóðir innan skipulagssvæðisins fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti.
Lesa meira

Fráveita á Siglufirði - stöðuskýrsla.

VSÓ Ráðgjöf hefur tekið saman skýrslu fyrir Fjallabyggð um fráveitu Siglufjarðar. Í skýrslu þessari er gert nokkurs konar stöðumat á fráveitu Siglufjarðar, tekin saman þau viðfangsefni sem lokið er, skerpt á því sem er ólokið og gerð grein fyrir breyttum áherslum varðandi lausnir.
Lesa meira

MENNINGARSÚPA 19. febrúar á Hótel Kea.

Menningarráð Eyþings og Akureyrarstofa boða til fundar, Menningarsúpu, miðvikudaginn 19. febrúar kl. 11:30 - 13:00 á Hótel Kea. Gestir fundarins eru þau Hjörtur Ágústsson kynningarfulltrúi Evrópu unga fólksins og Ragnhildur Zoega frá Rannís. 
Lesa meira

Ólæti í byrjun júní

Ólæti, tónlistar- og menningarhátíð ungs fólks verður haldin í byrjun júní eða helgina 6. - 8. Ólæti byggist upp á fjölbreyttum tónlistaratriðum og mikilli afþreyingu.  
Lesa meira

Hugarflug um handverk.

Grasrót boðar til fundar laugardaginn 15. febrúar kl. 10:00 - 13:00 í sal félagsins á 3. hæð Hjalteyrargötu 20, Akureyri.
Lesa meira