09.01.2014
Vegna starfsmannafunda verða leikskólarnir lokaðir sem hér segir: Á Leikhólum í Ólafsfirði verður lokað til kl. 12:00
föstudaginn 10. janúar. Á Leikskálum á Siglufirði verður lokað mánudaginn 13. janúar til kl. 12:00.
Lesa meira
08.01.2014
Nokkrar breytingar voru gerðar á vetraráætlun Strætó fyrir Norður- og Norðausturland þann 5. janúar. Leið 78 ekur nú
korteri síðar frá Akureyri en áður, en með því er komið til móts við óskir háskólafólks. Þá ekur
leið 56 nú fjóra daga vikunnar og leið 79 þrisvar á dag. Aksturstöflu fyrir leið 78 má sjá hér.
Lesa meira
08.01.2014
Bókasafn Fjallabyggðar stendur fyrir hannyrðakvöldum á bókasafninu á Siglufirði annan hvern þriðjudag. Fyrsta kvöldið verður
þriðjudaginn 14. janúar og síðan á eftirtöldum þriðjudagskvöldum;
Lesa meira
07.01.2014
Hunda- og kattahald í Fjallabyggð er háð leyfi bæjarstjórnar og bundið þeim skilyrðum sem tilgreind eru í samþykktum um hunda- og
kattahald frá júlí 2012. Hunda- og kattaeigendum ber að sækja um leyfi til dýrahalds á skrifstofu Fjallabyggðar fyrir alla hunda og ketti sem halda
á í Fjallabyggð á þar til gerðu eyðublaði.
Lesa meira
06.01.2014
Í dag eru jólin kvödd. Af því tilefni verður árleg Þrettándabrenna og flugeldasýning Kiwanisklúbbsins Skjaldar í
samvinnu við 10. bekk G.F.
Lesa meira
03.01.2014
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum og/eða rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2014.
Lesa meira
20.12.2013
Opnunartími Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verður sem hér segir um jól og áramót.
Lesa meira
20.12.2013
Af gefnu tilefni er vakin athygli á því að snjómokstursaðilar vinna eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi og hafa sumar götur forgang fram yfir
aðrar. Skipulag snjómoksturs er hægt að sjá hér á heimasíðunni.
Lesa meira
19.12.2013
Skólaakstur fellur niður mánudaginn 23. desember. Akstur hefst aftur samkvæmt tímatöflu föstudaginn 3. janúar næst komandi.
Lesa meira