Hugarflug um handverk.

Grasrót
Grasrót
Grasrót boðar til fundar laugardaginn 15. febrúar kl. 10:00 - 13:00 í sal félagsins á 3. hæð Hjalteyrargötu 20, Akureyri.
Gestur fundarins er Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri HANDVERKS OG HÖNNUNNAR.
Rætt verður um skilgreiningar á handverki, hönnun og listiðnaði. Verðlagningu, gæðamat og markaðsmál.
Hver er sérstaða íslensks handverks og listiðnaðar og hvað er íslenskt?
Auk þess mun Sunneva kynna starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNNAR.
Eftir fyrirlesturinn gefst tækifæri til umræðna og fyrirspurna.

Tilvalið fyrir handverksfólk í Fjallabyggð að kynna sér þetta málefni.