Mynd frá Síldarævintýri
Aðalfundur Félags um Síldarævintýri var haldin í Bátahúsinu sl. miðvikudag. Mæting á fundinn var ágæt en
þjónustu- og hagsmunaaðilar höfðu verið sérstaklega hvattir til að mæta.
Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram á fundinum og urðu góðar umræður um skýrslu stjórnar.
Í skýrslunni sagði m.a. annars:
"Á heildina litið tókust hátíðarhöldin sjálf vel en veður var okkur afskaplega óhliðhollt, þá sérstaklega
á laugardegi. Úrhellisrigning og töluverður kuldi gerði það að verkum að mun færra var um gesti en síðastliðin ár. Talið
er að um 3.000 gestir hafi verið á Siglufirði umrædda helgi og skal það teljast gott miðað við aðstæður."
Fram kom á fundinum að erfiðlega hafi gengið að safna styrkjum til hátíðarinnar og komið sé að þeim tímapunkti að
endurskoða þurfi skipulag hátíðarinnar ef þróunin verður slík áfram.
Örlítið tap varð á hátíðinni á síðasta ári og í fyrsta skipti var ekki hægt að greiða
framkvæmdastjóra eða skipuleggjendum neina þóknun fyrir þeirra vinnu. Þrátt fyrir þetta var núverandi stjórn tilbúinn til
að "taka eitt ár enn" og var stjórnin því öll kosin aftur til að halda utan um skipulag Síldarævintýrisins 2014. Stjórnina
skipa:
Aníta Elefsen
Guðmundur Skarphéðinsson
Hilmar Elefsen
Sandra Finnsdóttir
Ægir Bergsson