26.03.2014
Landsmót kvæðamanna fer fram á Siglufirði um komandi helgi. Hluti af dagskrá landsmótsins eru tónleikar í Bátahúsinu
á föstudagskvöldið. Eftirfarandi tilkynning var að berast frá skipuleggjendum landsmótsins:
Lesa meira
26.03.2014
Unglingameistaramót Íslands á skíðum fer fram í Ólafsfirði og á Dalvík um næstu helgi. Það eru
Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Dalvíkur sem í sameiningu sjá um framkvæmd mótsins.
Lesa meira
25.03.2014
Daninn Rigmor Bak Fredriksen hefur dvalið í Herhúsinu á Siglufirði undanfarnar vikur. Teikningar eftir hann verða til sýnis í
Herhúsinu í dag, þriðjudag, milli kl. 16:00 - 19:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa meira
25.03.2014
Nú í marsmánuði hefur kanadískur listamaður, Carissa Baktey, verið að störfum í Listhúsinu í Ólafsfirði. Hún
mun halda sýningu á verkum sem hún hefur verið að vinna að á þessum tíma, m.a. keramik, fimmtudaginn 27. mars og opnar húsið kl.
19:00.
Lesa meira
24.03.2014
Ferðatröll, sem eru samtök ferðaþjónustuaðila á Tröllaskaga, sendu inn fyrir nokkru erindi til bæjaryfirvalda í Fjallabyggð og
Dalvíkurbyggð þar sem óskað var eftir styrk við að útbúa heimasíðu yfir ferðaþjónustuaðila á Tröllaskaga.
Lesa meira
24.03.2014
Vatnstjón á heimilum og í fyrirtækjum nam á þriðja milljarði króna árið 2013 og varð langmestur hluti tjónsins á
heimilum eða 84 prósent. Tryggingafélögin bæta tjónið að miklu leyti en ljóst er að heimilin bera verulegan kostnað af
vatnstjóni.
Lesa meira
20.03.2014
Miðvikudaginn 19. mars fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Bergi á Dalvík. Fjórir keppendur úr 7. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar
tóku þátt og stóðu sig með miklum sóma.
Lesa meira
19.03.2014
Fræðslu- og frístundanefnd hefur ákveðið að meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur verði nemendum Menntaskólans á
Tröllaskaga, sem og nemendum annarra framhaldsskóla með lögheimili í Fjallabyggð, boðið frítt í sund í
Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar. Verða nemendur að framvísa skólaskírteini til að fá frítt í sund.
Lesa meira
18.03.2014
Á fundi Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar þann 17. mars var tekið fyrir erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólms
Þórðarsonar f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, dagsett 13. febrúar 2014. Óskað er eftir leyfi Fjallabyggðar til að ferja fólk upp á fjöll sem eru í eigu
sveitarfélagsins, með sérútbúnum snjótroðara, til útsýnis- og skíðaferða.
Lesa meira
17.03.2014
Á laugardaginn voru sýndar þrjár franskar kvikmyndir í Fjallabyggð sem hluti af Franskri kvikmyndahátíð á Norðurlandi. Tvær
sýningar voru í Bláa húsinu á Siglufirði og ein sýning í Tjarnaborg í Ólafsfirði.
Lesa meira