Frítt í sund fyrir framhaldsskólanemendur

Sundlaugar Fjallabyggðar
Sundlaugar Fjallabyggðar
Fræðslu- og frístundanefnd hefur ákveðið að meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur verði nemendum Menntaskólans á Tröllaskaga, sem og nemendum annarra framhaldsskóla með lögheimili í Fjallabyggð, boðið frítt í sund í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar. Verða nemendur að framvísa skólaskírteini til að fá frítt í sund.  Eru nemendur hvattir til að taka daginn snemma og mæta í morgunsundið.  Jafnframt eru nemendur hvattir til að kynna sér opnunartíma sundlauganna því lokað er fyrir almenning á meðan sundkennsla fer fram í grunnskólunum. Sjá nánar hér.