Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturtanga á Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur þann 12. febrúar 2014 samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Vesturtanga á Siglufirði. Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja tvær lóðir innan skipulagssvæðisins fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 16. desember 2013 til 27. janúar 2014. Ein athugasemd barst. Skipulags- og umhverfisnefnd hefur afgreitt athugasemdina og sent þeim sem sendi inn athugasemd umsögn sína. Athugasemdin gaf tilefni til breytinga á tillögunni hvað varðar aðkomu að lóðunum, hámarkshæð mannvirkja og staðsetningu nýs byggingarreits fyrir tæknirými.

Skipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.

Samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun sveitarstjórnar kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að auglýsing um gildistöku birtist í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til tæknideildar Fjallabyggðar, Gránugötu 24 á Siglufirði.