MENNINGARSÚPA 19. febrúar á Hótel Kea.

Menningarráð Eyþings og Akureyrarstofa boða til fundar, Menningarsúpu, miðvikudaginn 19. febrúar kl. 11:30 - 13:00 á Hótel Kea. Gestir fundarins eru þau Hjörtur Ágústsson kynningarfulltrúi Evrópu unga fólksins og Ragnhildur Zoega frá Rannís. 
Þau munu segja frá tækifærunum sem felast í erlendu samstarfi og kynna fyrir okkur fjármögnunarmöguleika annarsvegar hjá Evrópu unga fólksins og hinsvegar nýju kvikmynda og menningaráætlun ESB. 
Hér á svæðinu hafa allnokkur verkefni fengið styrk úr Evrópu unga fólksins, s.s. Götulistahátíðin Hafurtask, Reitir á Siglufirði, Tónlistarhátíðin Ólæti í Ólafsfirði og fl. góð verkefni. Einnig hafa verkefni fengið styrk úr menningaráætlun ESB – s.s. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 

DAGSKRÁ fundarins:

Hjörtur Ágústsson - Evrópa unga fólksins
Tækifæri fyrir fjölþjóðlegt menningarsamstarf ungs fólks í Erasmus+

Ragnhildur Zoega - Creative Europe
Ný kvikmynda- og menningaráætlun ESB 2014-2020

Súpan er á kr. 1500 og greiðist í veitingasölunni.
Vinsamlegast skráið ykkur hjá Kristínu Sóleyju í netfangið:  kristinsoley@akureyri.is í síðasta lagi mánudaginn 17. febrúar.