Fráveita á Siglufirði - stöðuskýrsla.

VSÓ Ráðgjöf hefur tekið saman skýrslu fyrir Fjallabyggð um fráveitu Siglufjarðar. Í skýrslu þessari er gert nokkurs konar stöðumat á fráveitu Siglufjarðar, tekin saman þau viðfangsefni sem lokið er, skerpt á því sem er ólokið og gerð grein fyrir breyttum áherslum varðandi lausnir.
Á Siglufirði er einfalt fráveitukerfi, eins og í flestum minni sveitarfélögum á Íslandi. Í því felst að almennu skolpi frá heimilum og regnvatni er veitt um sömu leiðslur stystu leið til sjávar. Hitaveitukerfið á Siglufirði er einnig einfalt, þ.e. öllu bakrásarvatni hitaveitunnar er veitt í fráveituna, auk þess sem nokkru magni af lindarvatni og vatni úr fjallalækjum er veitt í kerfið.

Í skýrslunni má lesa um gildandi lög og reglugerðir fráveitna, hugleiðingar um hreinsunarþörf og jafnframt má finna frumáætlun um kostnað við þær framkvæmdir sem þarf að ráðast í.

Sambærileg skýrsla verður unninn fyrir Ólafsfjörð á þessu ári. Smellið á myndina til að nálgast skýrsluna.