Tónleikar "í anda Sigfúsar Halldórssonar".
Menningarhúsið Tjarnarborg í samvinnu við Tónskóla Fjallabyggðar stendur fyrir tónleikum n.k. fimmtudag undir yfirskriftinni "Í anda
Sigfúsar Halldórssonar".
Ásamt veglegri söngdagskrá verða til sýnis hinir ýmsu munir Sigfúsar, svo sem dagbækur, myndir, skjöl, bréf, ljósmyndir
úr myndabók heimilisins og einnig munu nokkur málverk eftir Sigfús verða til sýnis.
Á stóra-bíótjaldinu verða sýnd nokkur lög úr gömlum sjónvarpsþáttum þar sem Sigfús flytur lög
sín með söngvurunum Guðmundi Guðjónssyni, Ingu Maríu Eyjólfsdóttur og Sigurveigu Hjaltested.
Húsið verður opnað kl.19:15 og mun Sigfús sjálfur taka á móti gestum á bíótjaldinu. Tónleikarnir sjálfir hefjast kl.
20:00.
Kynnir kvöldsins verður Guðmundur Ólafsson, leikari, leikritaskáld, tenór og kennari.
Þeir söngvarar sem koma fram eru:
Björn Þór Ólafsson, Daníel Pétur Daníelsson,Guðmundur Ólafsson, Lísa Hauksdóttir, Ronja Helgadóttir, Svava
Jónsdóttir, Þorsteinn Bjarnason, Þorsteinn Sveinsson, Kirkjukór Ólafsfjarðar og Stefán V. Ólafsson
Undirleikarar verða; Ave Karen Tonisson, Elías Þorvaldsson og Magnús Ólafsson
Verð á tónleikana er 2.000 kr. Á staðnum verður einnig hægt að kaupa söngvasafn Sigfúsar á 5.000 kr.
Léttar veitingar verða seldar á barnum.