Fréttir

Olga Vocal Ensemble með tónleika í Tjarnarborg

Olga Vocal Ensemble mun halda tónleika í Tjarnarborg í Fjallabyggð sunnudaginn 26. júlí kl. 20:00.
Lesa meira

100 ár frá stofnun slökkviliðs á Siglufirði

Á heimasíðu Síldaminjasafnsins má sjá frétt þar sem sagt er frá því að þann 1. júlí sl. voru eitt hundrað ár liðin síðan slökkvilið Siglufjarðar var stofnað. Slökkviliðsstjóri hjá Fjallabyggð í dag er Ámundi Gunnarsson, eða Ámi brunavörður og er hann "því meir elskaður af samborgurm sínum sem hann hefur sig minna í frammi" eins og segir í frétt Síldaminjasafnsins.
Lesa meira

Fjölbreytt dagskrá Þjóðlagahátíðar, laugardag

Það er óhætt að segja að dagskrá Þjóðlagahátíðar sé fjölbreytt í dag, laugardaginn 4. júlí. Dagskráin hefst kl. 10:00 í húsakynnum grunnskólans við Norðurgötu, Siglufirði. Þar verður stiginn dans, bæði skoskir og norrænir þjóðdansar. Síðan rekur hver viðburðinn annan og endar á dansleik á Allanum kl. 23:00.
Lesa meira

Ljóðasetur Íslands

Starfsemi Ljóðaseturs Íslands er komin á fullt þetta sumarið. Opið verður á setrinu milli kl. 14:00 - 17:30 alla daga vikunnar. Lifandi viðburðir verða alla daga kl. 16:00 þar sem eigandinn Þórarinn Hannesson ásamt hinum ýmsu listamönnum munu flytja ljóð, kveðast á og einnig syngja.
Lesa meira

Vatnslaust á Eyrinni

Vegna bilunar á kaldavatnslögn í Eyrargötu á Siglufirði er truflun á rennsli í húsum á Eyrinni. Unnið er að viðgerð.
Lesa meira

74,2 milljónum úthlutað til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar

26. júní sl. úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra, 74,2 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.
Lesa meira

Þjóðlagahátíð hefst í dag

Þjóðlagahátíð á Siglufirði hefst formlega í dag kl. 13:00 þegar safnast verður saman á Ráðhústorginu og gengið á fjall ofan við Siglufjörð.
Lesa meira

Snjólaug Ásta nýr umsjónarmaður Tjarnarborgar

Þann 29. maí sl. auglýsti Fjallabyggð á heimasíðunni sinni eftir umsjónarmanni fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg. Umsóknarfrestur rann út þann 12. júní sl. 6 umsóknir bárust.
Lesa meira

92 ára á Landsmóti

Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri fór fram á Blönduósi um síðustu helgi. Nokkrir íbúar Fjallabyggðar tóku þátt m.a. í boccia og golfi.
Lesa meira

Gróðursetning til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur

Viðamikið gróðursetningarátak fór fram í mörgum sveitarfélögum landsins síðast liðin laugardag 27. júní. Gróðursett voru þrjú birkitré, eitt fyrir stúlkur, eitt fyrir drengi og eitt fyrir ófæddar kynslóðir.
Lesa meira